Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék á +15 samtals á fyrstu tveimur hringjunum á Murphy USA El Dorado Shootout mótinu á Symetra atvinnumótaröðinni.

Ólafía Þórunn komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Mótaröðin er sú næst sterkasta hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki í Bandaríkjunum.

Alls hefur Ólafía Þórunn keppt á fjórum mótum á Symetra mótaröðinni. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á einu móti. Það var á IOA mótinu sem fram fór í mars og endaði hún í 65. sæti.

Staðan í mótinu er hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ