/

Deildu:

Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Bethan Cutler
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, endaði í 62. sæti á Lalla Meryem mótinu fer fram fór í Marokkó.

Mótið er hluti af sterkustu mótaröð Evrópu en Valdís Þóra hefur margoft keppt á þessum slóðum í Norður-Afríku.

Valdís Þóra lék hringina fjóra á +13 (76-77-76-76)

Mótið var það sjöunda á keppnistímabilinu á LET Evrópumótaröðinni.

Nuria Iturrios frá Spáni sigraði á -13 samtals og hafði hún mikla yfirburði. Caroline Hedwald og Lina Boqvit, báðar frá Svíþjóð, enduðu í öðru sæti á -6.

Lokastaðan.

Keppt var á Royal Golf Dar Es Salam vellinum í höfuðborg Marokkó, Rabat.

Valdís Þóra er í 59. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar á þessu tímabili.

Hún hefur tekið þátt á fimm mótum á tímabilinu og er besti árangur hennar 5. sæti.

Valdís Þóra gat ekki keppt á síðasta móti sem fram fór í Jórdaníu vegna meiðsla í baki. Meiðslin komu upp í byrjun ársins þegar Valdís var að keppa í Ástralíu. Meiðslin eru þess eðlis að Valdís Þóra verður að vinna á þeim með aðstoð sjúkraþjálfara og með fyrirbyggjandi æfingum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ