/

Deildu:

"Íslandsmótið í höggleik. Golf, sumar 2014, GKG, Leirdalsvöllur. Birgir Leifur Hafþórsson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandsmót"
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2014, hefur atvinnumannaferilinn í golfi í dag. Ólafía Þórunn mun leika á LET Access móti í Frakklandi, Open Generali de Strasbourg. Ólafía Þórunn afsalaði sér áhugamannaréttinum eftir HM áhugamanna í Japan á dögunum en hún ætlar sér að reyna fyrir sér sem atvinnumaður.

Ólafía Þórunn og Valdís Þóra Jónsdóttir eru einu atvinnukylfingarnir í kvennaflokki frá Íslandi en Valdís Þóra hefur einnig verið að leika á LET Access mótaröðinni sem er næsta deild fyrir neðan sjálfa Evrópumótaröð kvenna, LET.

Ólafía skrifar á fésbókarsíðu sína að það sé engin pressa á henni og væntingarnar séu í lágmarki.

„Bonjour!! Fyrsta atvinnumanna-golfmótið mitt, Open Generali de Strasbourg á LET-Access mótaröðinni. Rástími á morgun kl. 13:36 staðartíma í Frakklandi, í Tiger-hollinu (lokahollið).. Búin að spila 18 holu æfingahring í gær og 9 holur í dag. Eins vel undirbúin og hægt er. Engin pressa eða væntingar, bara allt í reynslubankann og hafa gaman,“ skrifar Ólafía Þórunn sem hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í höggleik, 2011 og 2014.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ