Auglýsing

Við þökkum frábæra þátttöku í Regluverði, spurningaleik Golfsambands Íslands og Varðar. Leiknum er nú lokið og tóku rúmlega 5.000 manns þátt þetta sumarið. Það er um fimmtungi fleiri en í fyrra.

Í leiknum gafst þátttakendum færi á að kanna þekkingu sína á golfreglunum og gátu þeir sem stóðust prófið fengið gull-, silfur- eða bronsverðlaun. Um 2.000 þátttakendur hlutu gullverðlaunin og sýndu með því yfirburða þekkingu á golfreglunum.

Sigurvegari Regluvarðar þetta sumarið er Kristján Geir Guðmundsson. Hann hlýtur að launum magnaða haustgolfferð með Heimsferðum fyrir tvo á Montecastillo golfsvæðið á Spáni. Þar getur hann látið reyna á regluþekkinguna við bestu aðstæður á þessu frábæra golfsvæði á Suður-Spáni.

Við þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir og minnum alla golfáhugamenn á að kynna sér golfreglurnar. Þeir sem ekki eiga eintak af af Golfreglubókinni ættu að næla sér í hana. Bókin passar vel í golfpokann en svo er líka gott að rýna í hana þegar ekki er lengur fært á golfvöllinn.

Við vonum að þú hafir átt ánægjulegar stundir á golfvellinum í sumar.

Mynd: Hörður Arnarson, framkvæmdastjóri golfdeildar Heimsferða, Kristján Geir Guðmundsson, Sigurvegari Regluvarðar, Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands og Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, við afhendingu verðlaunanna.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ