Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fékk boð seint í gærkvöld þess efnis að taka þátt á Opna skoska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Mótið er sameiginlegt verkefni hjá LET Evrópumótaröðinni og LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum.

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er með keppnisrétt á þessu móti, líkt og á öðrum mótum á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra og Ólafía Þórunn verða því báðar á meðal keppenda á þessu sterka móti sem fram fer á hinum glæsilega Renaissance velli rétt við  North Berwick í Skotlandi. 

Þetta óvænta boð setti áætlun Ólafíu Þórunnar úr skorðum en hún hafði ákveðið að taka þátt á Íslandsmótinu í golfi 2019 – sem hefst á fimmtudaginn á Grafarholtsvelli. 

Ólafía Þórunn verður því ekki með á Íslandsmótinu 2019 en hún hafði skráð sig þar til keppni eins og áður hefur komið fram. Ólafía Þórunn var hér á landi í gær þar sem hún tók þátt í Einvíginu á Nesinu.

Á Opna skoska meistaramótinu mæta til leiks flestir af sterkustu kylfingum heims í atvinnugolfi kvenna.

Nánar um mótið hér:

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ