Ólafía Þórunn: Mynd/Tristan Jones
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, verður með á LPGA mótaröðinni í þessari viku. GR-ingurinn keppir á Shoprite LPGA Classic mótinu dagana 7.-9. júní.

Ólafía Þórunn er með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA og mun hún fá tækifæri á nokkrum mótum í sumar. Nú þegar hefur hún leikið á tveimur LPGA mótum og þar af einu risa móti – Opna bandaríska meistaramótinu.

Shoprite Classic er því þriðja LPGA mótið á tímabilinu hjá Ólafíu Þórunni. Hún á enn eftir að komast í gegnum niðurskurðinn á LPGA móti á þessu tímabili. Þetta er í annað sinn sem Ólafía leikur á þessu móti en fyrir tveimur árum komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ