/

Deildu:

Auglýsing

Þrír íslenskir atvinnukylfingar voru á meðal keppenda á móti á Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem hófst á miðvikudag en lokahringurinn fór fram í dag.

Mótið heitir Thisted Forsikring og voru leiknir þrír keppnishringir.

Haraldur Franklín Magnús, GR endaði í öðru sæti á -9 samtals. Hann var aðeins tveimur höggum frá efsta sætinu (68-66-70).

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR lék á -4 samtals og endaði í 6. sæti (67-73-69).

Axel Bóasson, GK lék á +12 samtals (78-72-75) og endaði hann í 64. sæti.

Haraldur Franklín er í efsta sæti fyrir lokahringinn en hann er á -8 samtals 68-66. Haraldur er með eitt högg í forskot fyrir lokahringinn.

Guðmundur Ágúst er í 11. sæti á -2 samtals (67-73)

Axel komst í gegnum niðurskurðinn og er á +8 (78-72)

Axel og Haraldur voru á meðal 10 efstu á síðasta móti á þessari mótaröð og Guðmundur Ágúst er á meðal þeirra efstu á stigalistanum.

Það er að miklu að keppa á Nordic Tour því fimm stigahæstu í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ