Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 51. sæti fyrir lokahringinn á LPGA móti sem fram fer í Grand Rapids í Michigan í Bandaríkjunum. Meijer LPGA Classic for Simply Give heitir mótið.

Ólafía er á -5 samtals. Hún fékk alls sex fugla í dag á hringnum sem var frekar litríkur eins og skorkortið gefur til kynna. Hún var á -3 þegar hún hafði lokið við 36 holur.

Ragnar Már Garðarsson, afrekskylfingur úr GKG, er með Ólafíu Þórunni á þessu móti sem aðstoðarmaður. Hann hefur verið henni til aðstoðar í undanförnum mótum og mun hann vera í því starfi á næstu mótum.

Ólafía Þórunn er að leika á sínu 14. móti á þessu tímabili. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á fjórum þeirra.

Staðan:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ