Mynd frá mótinu í Tékklandi. Mynd/ Tristan Jones.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, endaði í 20. sæti á Tipsport Czech Ladies Open sem fram fór í Tékklandi. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, komst einnig í gegnum niðurskurðinn á þessu LET móti og endaði Íslandsmeistarinn í 57. sæti.

Ólafía Þórunn lék hringina þrjá á -5 samtals (67-74-70) eða 211 höggum. Hún var Emily Kristine Pedersen frá Danmörku sigraði á -17 höggum undir pari. Guðrún Brá lék á 219 höggum eða +3 samtals (72-74-73).

Lokastaðan er hér:

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er einnig með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni en hún gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Mótið fer fór á Beroun vellinum í Tékklandi.

Nánar um mótið í Tékklandi hér:

Mótahaldið á LET Evrópumótaröðinni hefur legið að mestu niðri það sem af er þessu ári vegna Covid-19. Aðeins fimm mót hafa nú þegar farið fram á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. Mótið í Tékklandi var sjötta mót ársins á LET Evrópumótaröðinni.

Keppnisdagskrá LET Evrópumótaraðarinn er hér:

Mótið í Tékklandi var fjórða mótið hjá Guðrúnu Brá á þessu tímabili. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur þeirra. Nánar hér:

Mynd/ Tristan Jones.
Thomas Bojanowski og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/Tristan Jones.
Mynd/Tristan Jones.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/ Tristan Jones

Deildu:

Auglýsing