Auglýsing

Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL)
eru báðar í hópi 10 efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2017. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu og verður því lýst þann 28. desember. Þetta er í 62. sinn sem kjörið fer fram.

Þetta er aðeins í þriðja sinn frá upphafi kjörsins þar sem tveir kylfingar eru á meðal tíu efstu.

Þetta er annað árið í röð þar sem Ólafía Þórunn er á meðal 10 efstu í þessu kjöri en hún varð þriðja í fyrra. Valdís Þóra Jónsdóttir er í fyrsta sinn á meðal 10 efstu. Alls hafa fjórar konur úr röðum GSÍ verið á meðal 10 efstu í þessu kjöri og alls hafa ellefu kylfingar verið á topp 10 listanum frá því að kjörið fór fyrst fram.

Úlfar Jónsson hefur náð bestum árangri í kjörinu á Íþróttamanni ársins en hann varð í 2.-10. sæti árið 1987 þegar níu íþróttamenn deildu sætum 2.-10.

Sigurður Pétursson varð í 3. sæti árið 1985 og jafnaði Ólafía því afrek Sigurðar í fyrra.

Eftirfarandi íþróttamenn eru tilnefndir að þessu sinni og eru þau í stafrófsröð:

Íþróttamaður ársins
Aníta Hinriksdóttir, frjálsar
Aron Einar Gunnarsson, fótbolti
Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti
Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti
Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf
Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti
Valdís Þóra Jónsdóttir, golf

Lið ársins
Karlalandslið Íslands í fótbolta
Karlalið Vals í handbolta
Kvennalið Þórs/KA í fótbolta

Þjálfari ársins
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta

27 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni. Kjörinu verður lýst á sameiginlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands þann 28. desember í Hörpu, í beinni útsendingu á RÚV.

Eftirtaldir kylfingar hafa verið á topp 10 listanum í kjörinu á Íþróttamanni ársins og í sviganum er sætið sem kylfingurinn endaði í.

1963: Magnús Guðmundsson (10.)
1965: Magnús Guðmundsson (7.)
1977: Björgvin Þorsteinsson (9.)
1979: Hannes Eyvindsson (8.)
1981: Ragnar Ólafsson (6.)
1984: Ragnar Ólafsson (9).
1985: Sigurður Pétursson (3.)
1986: Úlfar Jónsson (9.)
1987: Úlfar Jónsson (2.-10.)
1988: Úlfar Jónsson (5.)
1990: Úlfar Jónsson (4.)
1992: Úlfar Jónsson (5.)
1993: Úlfar Jónsson (5.) Þorsteinn Hallgrímsson (8.)
1996: Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
1997: Birgir Leifur Hafþórsson (6.)
1998: Ragnhildur Sigurðardóttir (9.)
2000: Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
2001: Birgir Leifur Hafþórsson (6.)
2002: Ólöf María Jónsdóttir (9.)
2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (9.)
2004: Ólöf María Jónsdóttir (4.), Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
2005. Ólöf María Jónsdóttir (8.)
2006: Birgir Leifur Hafþórsson (4.)
2007: Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
2011: Ólafur Björn Loftsson (10.)
2016: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (3.)
2017: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir.

(1) Magnús Guðmundsson (2), (2) Björgvin Þorsteinsson, (3) Hannes Eyvindsson, (4) Ragnar Ólafsson (2), (5) Sigurður Pétursson, (6) Úlfar Jónsson (6), (7) Þorsteinn Hallgrímsson, (7) Birgir Leifur Hafþórsson (7), (8) Ragnhildur Sigurðardóttir (2), (9) Ólöf María Jónsdóttir (3), (10) Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (2), (11) Valdís Þóra Jónsdóttir (1)

 

 

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ