Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda á LPGA mótaröðinni í þessari viku. Mótið heitir The Dow Great Lakes Bay Invitational og er keppnisfyrirkomulagið með óhefðbundnum hætti.
Í fyrsta sinn er keppt í tveggja manna liðum á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð heims hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Mótið fer fram á Midland vellinum í Michigan.
Keppendur eru alls 144 og er þeim skipt niður í 72 lið. Ólafía Þórunn er í liði með Cheyenne Woods, sem lék með Ólafíu í háskólaliðinu Wake Forest á sínum tíma. Bandaríski kylfingurinn er eins og nafnið gefur til kynna frænka Tiger Woods.
Í fyrstu og þriðju umferð skiptast kylfingarnir í liðunum á að slá einn bolta. Í annarri og fjórðu umferð telur betra skor á hverri holu.
Niðurskurður verður eftir 36 holur þar sem að 35 efstu liðin komast áfram.
Sigurliðið skiptir á milli sín 485.000 Bandaríkjadölum eða sem nemur 62 milljónum kr.
Ólafía og Cheyenne byrjuðu mótið á að leika á +6 og eru þær neðarlega á listanum eins og staðan er núna.

Client error: `GET https://graph.facebook.com/v10.0/instagram_oembed?url=https%3A%2F%2Fwww.instagram.com%2Fp%2FB0CJcPWgiBy%2F&access_token=vMktRJ+Mo0XkXOPIcUZnPHOwFcN0KV0bJONdKnBwMaXbtChM2dTvBPXJFE2NGyjOfJEWOC9H0oTRO7uhRveyCBnnKrBDG8EsgrEA9At8/3NPGmf3Pgnj5BEAN+Qxs32jNDPF0uDqAKFJp62PYuceUV0SFHgTDskx2RYPWL2vmTbVHb7ZjUp+Oj+lfqGGpwyQ+mMntp069dV9r68zPdzDZG36gZ5vOF1chUi+Hal2wMc9sK2Hl45v+azNvWkI1d7pacEbM/EKxpcMBWetCwkkBJg+sHjdQHAEBo66UnhaB9w6yf6oZj3mvN5tlDPZAQ3qX7H9Zv/SRUVLVUe/qOaOnM2I/UJsM26tDe6E9rCp7CM=` resulted in a `400 Bad Request` response: {"error":{"message":"Invalid OAuth access token – Cannot parse access token","type":"OAuthException","code":190,"fbtrace (truncated…)