Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Anna Nordqvist sigraði á Bank of Hope Founders Cup sem lauk í gærkvöld í Phoenix í Bandaríkjunum. Sænski kylfingurinn var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn og lék hún á 68 höggum eða -4 þegar mest á reyndi.

Hún stóðst baráttuna gegn In Gee Chun, Stacy Lewis og Ariya Jutanugarn sem voru allar líklegar til sigurs á lokahringnum. Nordqvist lék á 25 höggum undir pari samtals. Þetta var fyrsti sigur Nordquist á þessu ári en sá sjöundi á LPGA mótaröðinni frá upphafi.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á þessu móti en var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á -3 samtals.

Næsta mót hefst fimmtudaginn 23. mars, Kia Classic mótið, sem fram fer á í Carlsbad í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þar verður Ólafía Þórunn á meðal keppenda. Mótið stendur yfir í fjóra daga og verður niðurskurður að loknum öðrum keppnisdeginum.

Fyrir sigurinn fékk Nordqvist um 25 milljónir kr.

Lokastaðan:

1. Anna Nordqvist (67-67-61-68) 263 högg -25 (25 milljónir kr.)
2.-4. In Gee Chun, Suður-Kórea (64-69-66-66) 265 högg -23 (11,6 milljónir kr.)
2.-4. Ariya Jutanugarn, Taíland (64-67-66-68) 265 högg (11,6 milljónir kr.)
2.-4. Stacy Lewis, Bandaríkin (64-67-66-68) 265 högg-23( 11,6 milljónir kr.)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ