07/08/2018. Ladies European Tour 2018. European Championships, PGA Centenary Course. Gleneagles, Scotland August 8 -12 2018. Olafia Kristinsdottir of Iceland during a practice round. Credit: Tristan Jones
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hefur leik fimmtudaginn 16. ágúst á Indy Women mótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Indianapolis dagana 16.-19. ágúst. Ólafía á góðar minningar frá þessu móti frá því í fyrra þar sem hún endaði í fjórða sæti – sem er besti árangur hennar á LPGA mótaröðinni.

Ólafía hefur leik kl. 16:37 að íslenskum tíma. Ólafía lék vel um síðustu helgi á meistaramóti Evrópu á Gleneagles. Þar fékk hún gullverðlaun í blandaðri liðakeppni ásamt liðsfélögum sínum frá Íslandi.

Staðan er hér:

LPGA mótaröðin er sterkasta atvinnumótaröð í heimi í kvennaflokki. Bestu kylfingar heims mæta til leiks á þetta mót og má þar nefna Ariya Jutanugarn frá Taílandi sem er efst á heimslistanum.  Þar á eftir kemur So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu sem er í 2. sæti á heimslistanum og landa hennar Sung Hyun Park. Lexi Thompson frá Bandaríkjunum hefur titil að verja en hún er í 5. sæti heimslistans.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ