/

Deildu:

Auglýsing

Í gær var formleg opnun á nýju æfingasvæði hjá GKG. Stöð 2 var með frétt um málið í gærkvöld eins og sjá má hér fyrir neðan.

Garðabær er að hefja byggingu á fjölnota íþróttahúsi á æfingasvæði GKG. Vegna þeirra framkvæmda verður ekki lengur hægt að slá full högg á æfingasvæðinu. Vandamálið sem það felur í sér er leyst með notkun tækninnar.

Settir hafa verið upp Trackman golfhermar við hvern bás sem nema höggið og sýna boltaflugið á skjá. Kylfingar slá sín högg og netbúr grípur boltann. Trackman hermirinn reiknar út hvernig golfhöggið er og sýnir ekki bara boltaflugið myndrænt heldur jafnframt högglengd (boltaflug og rúll) og nákvæmar upplýsingar um feril golfkylfunnar og stöðu kylfuhauss við högg.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ