Auglýsing

Eins og fram hefur komið áður þá var lögð fram tillaga um breytingar á aldursskiptingu á fundi Evrópusambands eldri kylfinga nú í ágúst. Þær breytingar náðu ekki í gegn og þess vegna þarf að reikna stig til landsliðs upp á nýtt með hliðsjón af þeirri flokkaskiptingu sem verið hefur í LEK-mótum undanfarin ár.

Stjórn LEK hvetur eldri kylfinga til að kynna sér stöðuna eins og hún lítur út í dag miðað við nýja útreikninga.

Nú eru aðeins tvö mót eftir í Öldungamótaröðinni, en úr þeirri mótaröð eru stigin reiknuð og eru kylfingar hvattir til þess að taka þátt í þeim mótum.

Fyrra mótið verður á Akranesi laugardaginn 20. ágúst og það síðara í Grafarholti 17. september.

Stigatafla karlar 55+ með forgjöf

Stigatafla karlar 70+ með forgjöf

Stigatafla karlar 70+ án forgjafar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ