Auglýsing

Fréttavefur Golfsambands Íslands, golf.is, fékk í gær nýtt útlit. Vefurinn var hannaður upp á nýtt og er þetta mesta útlitsbreyting á vefnum frá árinu 2015. Hulda Bjarnadóttir, formaður útbreiðslunefndar GSÍ, segir að tímabært hafi verið að hanna vefinn með hliðsjón að nýrri tækni og breyttri notkun.

„Golfsambandið hefur lagt í viðamiklar breytingar með innleiðingu á nýju tölvukerfi, golfbox. Þessi uppfærsla á frétta – og upplýsingahluta golf.is var því nauðsynleg. Við notuðum tækifærið til þess að aðlaga vefinn að þeim áherslum. Virknin á frétta – og upplýsingavefnum golf.is er sú sama og áður en markaðs – og kynningarmálum sambandsins er gert hærra undir höfði á nýja vefnum. Þar ber helst að nefna rafræna útgáfu á tímariti golfsambandsins, samfélagsmiðlar GSÍ fá meiri sýnileika ásamt hinu verðmæta myndasafni GSÍ. Ný hönnun á vefnum gerir GSÍ einnig kleift að miðla upplýsingum með betri hætti en áður – og þar á meðal frá Íslandsmótunum,“ segir Hulda.

Aðsóknin á golf.is hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Það sem af er þessu ári hefur golf.is fengið allt að 30.000 heimsóknir á viku og er í hópi mest sóttu frétta -og upplýsingavefja í samræmdri vefmælingu á modernus.is.

Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir hönnuður, vefráðgjafi sá um að útbúa nýja útlitið á golf.is. Bergur Ingi Pétursson hjá Parallax ehf forritaði nýju útfærslu á golf.is.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ