07/08/2018. Ladies European Tour 2018. European Championships, PGA Centenary Course. Gleneagles, Scotland August 8 -12 2018. Olafia Kristinsdottir of Iceland during a practice round. Credit: Tristan Jones
Auglýsing

Eins og fram hefur komið endaði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, í 93. sæti á lokaúrtökumóti LPGA. Alls náðu 48 efstu keppendurnir að tryggja sér fullan keppnisrétt á LPGA á lokaúrtökumótinu.

Þessir 48 kylfingar bætast því í hóp þeirra 100 efstu á peningalistanum frá síðasta tímabili. Alls verða því 148 kylfingar með fullan keppnisrétt á LPGA tímabilið 2019.

Ólafía Þórunn endaði í 139. sæti á peningalista LPGA mótaraðarinnar á nýliðnu tímabili og fór því beint inn á lokaúrtökumótið.

Ólafía Þórunn hefur nokkra möguleika til að koma sér hærra á stigalista LPGA á næsta tímabili.

Ólafía Þórunn er með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA á næsta tímabili.

Ekki er ljóst hvað mótin verða mörg hjá Ólafíu en gera má ráð fyrir að um 35 mót verði á keppnisdagskrá LPGA 2019.

Ólafía þarf því að stóla á að komast inn á þau LPGA mót þar sem keppendur sem eru fyrir ofan hana á stigalistanum ákveða að sleppa.

Það má gera ráð fyrir að Ólafíu gæti fengið keppnisrétt á um 10 mótum á LPGA á næsta tímabili. Þau tækifæri þarf hún að nýta vel til að komast hærra á stigalista/peningalista LPGA.

Ólafía Þórunn getur einnig tekið þátt á úrtökumótum fyrir LPGA-mótin. Á hverjum mánudegi fyrir LPGA mót er haldið úrtökumót. Þar leika keppendur 18 holur og efstu kylfingarnir fá keppnisrétt á viðkomandi móti. Oftast eru aðeins 2-3 sæti í boði á slíkum mótum.

Symetra mótaröðin gæti einnig verið valkostur fyrir Ólafíu Þórunni. Symetra mótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum. Tíu efstu á peningalista Symetra mótaraðarinnar fá keppnisrétt á LPGA mótaröðinni á næsta tímabili.

Ólafía Þórunn var með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Hún náði ekki að uppfylla kröfur LET um að taka þátt á sex mótum í það minnsta á þessu tímabili. Ólafía Þórunn mun ekki taka þátt á úrtökumótunum fyrir LET á þessu hausti.

Vegna breytinga á keppnisdagskrá LET á þessu hausti er aðeins eitt mót eftir á LET mótaröðinni.

Tvö mót sem fram áttu að fara í haust í Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum voru færð yfir á næsta ár. Þar með missti Ólafía af tækifærinu til þess að uppfylla þann fjölda móta sem þarf til að komast inn á stigalista LET.

Ólafía Þórunn lék á fimm mótum á LET á þessu tímabili og vantaði því eitt mót til að uppfylla kröfurnar. Evrópumót LET og Evrópumótaraðarinnar sem fram fór í Glasgow í Skotlandi í sumar taldi því miður ekki á peningalista mótaraðanna. Þar náði Ólafía að standa uppi sem sigurvegari ásamt liðsfélögum sínum frá Íslandi í blandaðri liðakeppni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ