Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús úr GR og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hafa lokið keppni á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina.

Haraldur Franklín keppti á Desert Springs vellinum á Spáni – og Birgir Leifur lék á El Encin vellinum á Spáni.

Alls var keppt á fjórum keppnisvöllum á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina.

Birgir Leifur endaði í 6.-13. sæti á -13 samtals (66-70-68-71) og komst hann inn á lokaúrtökumótið sem fram fer 10.-15. nóvember. Birgir lék alla fjóra hringina undir pari vallar og var mjög stöðugur í leik sínum.

Þetta er í 20. sinn sem Birgir Leifur tekur þátt á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Hann mun leika á lokaúrtökumótinu í 14. sinn á ferlinum dagana 10.-15. nóvember n.k. á Spáni.

 

Haraldur Franklín lék á -4 samtals og það dugði ekki til að komast áfram, (72-69-68-75). Haraldur var í góðri stöðu fyrir lokahringinn sem hann lék á +3 og var hann fjórum höggum frá því að komast áfram.

Þetta er í þriðja sinn sem Haraldur Franklín reynir fyrir sér á úrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Hann hefur í öll þrjú skiptin komist í gegnum 1. stigið en hann féll úr keppni á 2. stiginu í fyrra og árið þar á undan.

Birgir Leifur er að taka þátt í 20. sinn á ferlinum á úrtökumótinu. Hann tók þátt fyrst árið 1997 og er hann eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.

Alls er keppt á fjórum keppnisvöllum samtímis á Spáni dagana 2.-6. nóvember.

Á hverjum velli fyrir sig eru um 75 keppendur og má gera ráð fyrir að um 20 efstu komist áfram á lokaúrtökumótið.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ