Securitasmótið fer fram á Grafarholtsvelli. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Það er mikil spenna fyrir lokahringinn á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni í kvennaflokki sem fram fer á Grafarholtsvelli. Saga Traustadóttir úr GR og Nína Björk Geirsdóttir úr GM eru efstar og jafnar á +7 samtals. Nína, sem er klúbbmeistari GM, hefur lítið leikið á Eimskipsmótaröðinni undanfarin misseri en hún varð Íslandsmeistari í golfi árið 2007 á Hvaleyrarvell í Hafnarfirði.

Nína tók daginn snemma og skokkaði 10 km. í Reykjavíkurmaraþoninu áður en hún mætti á teig í Grafarholtið um hádegið í dag. Eins og áður segir er spennan mikil í kvennaflokknum og aðeins eitt högg skilur að á milli efstu kylfinga og Ragnhildar Kristinsdóttur og nöfnu hennar Sigurðardóttur sem er einnig í GR.

Staðan:

Staðan hjá efstu kylfingum í kvennaflokki:
Par 71.

1.-2. Nína Björk Geirsdóttir, GM (75-74) 149 högg +7
1.-2. Saga Traustadóttir, GR (74-75) 149 högg +7
3.-4. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (76-74) 150 högg +8
3.-4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (73-77) 150 högg +8
5. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (77-74) 151 högg +9
6.-7. Heiða Guðnadóttir, GM (76-76) 152 högg +10
6.-7. Karen Guðnadóttir, GS (76-76) 152 högg +10

Nína Björk Geirsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Nína Björk Geirsdóttir Myndsethgolfis

 

Saga Traustadóttir. Mynd/seth@golf.is
Saga Traustadóttir Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ