/

Deildu:

Frá Íslandsmóti eldri kylfinga á Garðavelli 2016. LEK.
Auglýsing

Mótaskrá LEK fyrir tímabilið 2018 hefur verið samþykkt af stjórn LEK og GSÍ. Töluverðar breytingar verða á afreksstarfi eldri kylfinga.

Þar ber hæst að landslið karla – og kvenna verða send á Evrópumót EGA og verða fjögur viðmiðunarmót á þessu tímabili notuð til þess að velja þá kylfinga sem komast í EGA landslið eldri kylfinga. Afreksstjóri GSÍ kemur að valinu á þessum landsliðum og er verkefnið unnið í samvinnu við LEK nefnd GSÍ.

Viðmiðunarmót eru fjögur talsins árlega og eru sérstaklega merkt sem slík í mótaskrá GSÍ. Þau eru:

Íslandsmót 35+
Íslandsmót eldri kylfinga.
Meistaramót klúbbanna.
Íslandsmótið í golfi.

Á undanförnum árum hefur stjórn Landssamtaka eldri kylfinga valið landslið eldri kylfinga í samræmi við stig áunnin á Öldungamótaröðinni á almanaks árinu áður en keppni fer fram. Það verður engin breyting á því fyrirkomulagi og það sem kemur fram hér fyrir ofan er viðbót við þau landsliðsverkefni sem LEK hefur staðið fyrir á undanförnum árum.

Í flokki kvenna 50 ára og eldri er valið landslið kvenna með 5 einstaklingum til þátttöku í móti ESLGA, Marisa Sgaravatti Trophy.

Í flokki karla 55 ára og eldri eru valin tvö landslið með 6 einstaklingum í hvoru liði til þátttöku í móti ESGA. A-lið án forgjafar og B-lið með forgjöf.

Nánari upplýsingar um val á landsliðum er að finna í reglugerðum hér fyrir neðan.


Mótaskrá LEK 2018:Valreglur landsliða eldri kylfinga (Liðakeppni EGA)

 1. gr.

Í flokki kvenna 50 ára og eldri er valið eitt landslið með sex einstaklingum til þátttöku í Evrópumóti EGA. Landsliðið skipa:

 1. Íslandsmeistari kvenna í höggleik.
 2. Þeir þrír kylfingar (að Íslandsmeistara undanskildum) sem eru með lægsta meðalskor á fimm bestu hringjum sínum í þeim mótum sem telja sem viðmiðunarmót GSÍ.
 3. Tveir kylfingar sem valdir eru af afreksstjóra GSÍ. Tekið verður tillit til árangurs kylfinga í mótum, forgjafar og valla sem leiknir eru í Evrópumóti hverju sinni.

Í flokki karla 50 ára og eldri er valið eitt landslið með sex einstaklingum til þátttöku í Evrópumóti EGA. Landsliðið skipa:

 1. Íslandsmeistari karla í höggleik.
 2. Þeir þrír kylfingar (að Íslandsmeistara undanskildum) sem eru með lægsta meðalskor á fimm bestu hringjum sínum í þeim mótum sem telja sem viðmiðunarmót GSÍ.
 3. Tveir kylfingar sem valdir eru af afreksstjóra GSÍ. Tekið verður tillit til árangurs kylfinga í mótum, forgjafar og valla sem leiknir eru í Evrópumóti hverju sinni.

Afreksstjóri GSÍ skipar liðsstjóra fyrir bæði lið og kemur að undirbúningi liðana. Afrekstjóri GSÍ ásamt afreksnefnd GSÍ tilkynna formlega liðin fyrir 10. ágúst á hverju ári á heimasíðu GSÍ.  

 1. gr.

Áhugamaður sem nær aldri áður en keppni liðsins fer fram, hefur íslenskan ríkisborgararétt og er félagi í íslenskum golfklúbbi á kost á að verða valinn í landslið fyrir Íslands hönd.

 1. gr.

Leikið skal á þeim teigum sem reglugerð hvers viðmiðunarmóts fyrir sig kveður á um.

 1. gr.

Ef kylfingur sem áunnið hefur sér rétt á landsliðssæti, afsalar sér þeim rétti mun afreksstjóri GSÍ velja kylfing í hans stað.
Allir landsliðsmenn skulu staðfesta að þeir treysti sér til að standast keppnisskilmála þeirra móta sem landslið tekur þátt í áður en lið eru tilkynnt opinberlega.

 1. gr.

Stefna GSÍ er að almennt skuli keppendur og kylfuberar í golfmótum á vegum GSÍ ekki nota golfbíla meðan á leik stendur (sjá reglugerð um bílanotkun).

 1. gr.

Konur sem valdar eru í landslið fyrir mót EGA skulu ekki hafa hærri grunnforgjöf en 8.0 þegar liðið er tilkynnt til keppni.

Karlar sem valdar eru í landslið fyrir mót EGA skulu ekki hafa hærri grunnforgjöf en 6.0 þegar liðið er tilkynnt til keppni.

7.gr

Viðmiðunarmót eru fjögur talsins árlega og eru sérstaklega merkt sem slík í mótaskrá GSÍ.

Þau eru:
Íslandsmót 35+
Íslandsmót eldri kylfinga
Meistaramót klúbbanna
Íslandsmótið í golfiReglugerð um val á landsliðum eldri kylfinga ESGA og ESLGA

 1. gr.

Stjórn Landssamtaka eldri kylfinga velur landslið eldri kylfinga í samræmi við stig áunnin á Öldungamótaröðinni á almanaks árinu áður en keppni fer fram.

 1. gr.

Í flokki kvenna 50 ára og eldri er valið landslið kvenna með 5 einstaklingum til þátttöku í móti ESLGA, Marisa Sgaravatti Trophy.

Konur sem valdar eru í landslið fyrir mót ESLGA skulu ekki hafa lægri forgjöf en 6,5. Konur sem keppa um landsliðssæti skulu leika af bláum teigum, eða sambærilegum, bjóði viðkomandi völlur upp á bláa teiga, annars skal leikið af fremri teigum. Leikinn er höggleikur

 1. gr

Í flokki karla 55 ára og eldri eru valin tvö landslið með 6 einstaklingum í hvoru liði til þátttöku í móti ESGA. A-lið án forgjafar og B-lið með forgjöf.

Karlar 55 ára og eldri sem leika með forgjöf skulu ekki hafa hærri grunnforgjöf en 16. Karlar leika af gulum teigum, eða sambærilegum. Leikinn er höggleikur

 1. gr

Í flokki karla 70 ára og eldri er valið eitt landslið. Þrír efstu leikmenn í stigaútreikningi án forgjafar og þrír efstu leikmenn með forgjöf veljast í liðið sem leikur í móti ESGA. Karlar 70 ára og eldri skulu ekki hafa hærri grunnforgjöf en 20. Karlar leika af gulum teigum, eða sambærilegum. Leikinn er höggleikur.

 1. gr.

Einstaklingur sem nær aldri áður en keppni liðsins er sett, hefur íslenskan ríkisborgararétt, er félagi í íslenskum golfklúbbi og er áhugamaður í golfi á kost á að verða valinn í landslið eldri kylfinga.

 1. gr.

Fyrir landslið gildir að ef kylfingur sem áunnið hefur sér rétt til landsliðssætis, afsalar sér þeim rétti flyst rétturinn til þess sem næstur stendur að árangri á Öldungamótaröðinni og gengur svo áfram uns landslið er að fullu skipað.

Allir landsliðsmenn skulu staðfesta að þeir treysti sér til að standast keppnisskilmála þeirra móta sem landslið tekur þátt í og að þeir séu tilbúnir til að greiða hluta ferðakostnaðar í samræmi við ákvörðun stjórnar LEK.

 1. gr.

Stjórn LEK sker úr ágreiningi sem upp kann að koma varðandi stigamótin og val í landslið. Þeim úrskurði er ekki hægt að áfrýja.

 1. gr.

Stig eru ekki gefin þeim keppendum sem nota hjól eða golfbíl.

 1. gr.

Stig úr 5 bestu stigamótum hvers einstaklings á Öldungamótaröðinni telja. 30 efstu í hverju móti fá stig. Aðeins eru gefin stig þeim sem skráðir eru í viðkomandi flokk. Notuð er sama stigatafla og á Öldungamótaröðinni.

 1. gr.

Ef tveir eða fleiri eru jafnir skal sá valinn sem efstur hefur orðið í fleiri mótum og ef þeir eru enn jafnir þá skal sá valinn sem hefur lægra meðalskor úr stigamótunum. Fáist ekki úrslit með þessu móti ræður hlutkesti.

 1. gr.

Að öðru leyti gildir reglugerð Öldungamótaraðarinnar, reglugerð GSÍ um stigakeppni og móta- og keppnisreglur GSÍ.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ