/

Deildu:

01/12/2017 Ladies European Tour 2017: The Queens Presented by Kowa, Miyoshi Country Club. Nagoya, Japan. December 1-3 2017. Olafia Kristinsdottir of Iceland during the Friday fourballs. Credit: LET
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er úr leik LPGA móti sem fram fer í Phoenix í Bandaríkjunum. Mótið heitir Bank of Hope Founders Cup. Ólafía Þórunn lék á +6 samtals en hún lék á (76-74).

Ólafía Þórunn var sex höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Ólafía keppti á þessu móti í fyrra og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Nánar um mótið hér: 

Bank of Hope Founders Cup var þriðja mótið á tímabilinu á LPGA mótaröðinni hjá Ólafíu. Hún endaði í 26. sæti á fyrsta mótinu á Bahamas og komst ekki í gegnum niðurskurðinn á móti sem fram fór í Ástralíu.

Mótið í Phoenix sem hefst á fimmtudaginn er fyrsta mótið af alls þremur sem Ólafía keppir á í þessum mánuði.

Ólafía keppir á Kia Classic mótinu sem fram fer í Carlsbad 22.-25. mars, en þar keppti hún einnig í fyrra og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Í lok mars keppir Ólafía á ANA Inspiration í Kaliforníu en það er jafnframt fyrsta risamótið af alls fimm á þessu tímabili.

Mars 15-18 Bank of Hope Founders Cup Phoenix, AZ
Mars 22-25 Kia Classic (Aviara) Carlsbad, CA
Mars 29-Apr 1 ANA Inspiration Rancho Mirage, CA *Major

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ