/

Deildu:

Auglýsing

Hlynur Þór Haraldsson, PGA golfkennari, lést á heimili sínu í Hafnarfirði 2. september 2021. Hlynur Þór fæddist í Colombo, Srí Lanka, 31. ágúst 1985. 

Hlynur Þór starfaði lengi í golfsamfélaginu á Íslandi en hann hóf ungur að iðka golfíþróttina hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, GKG. 

Hlynur Þór náði fljótt góðum tökum á golfíþróttinni og var með eindæmum högglangur kylfingur. Áhugi Hlyns Þórs á golfíþróttinni var mikill og gerði hann golfkennslu að sínu ævistarfi. Hann útskrifaðist sem PGA golfkennari frá norska golfkennaraskólanum en hann hafði þá starfað sem yfirþjálfari hjá Stickstad golfklúbbnum í Noregi. 

Árið 2010 hóf Hlynur Þór störf í þjálfarateymi GKG. Hann aðstoðaði fjölmarga félaga í GKG við að taka fyrstu skrefin í golfíþróttinni.

Útför Hlyns Þórs fer fram í Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. september. 

Golfsamband Íslands færir fjölskyldu og aðstandendum Hlyns Þórs innilegar samúðarkveðjur. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ