/

Deildu:

Frá golfvellinum á Siglufirði. Horft frá 7. teig. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Í gengum heimsfaraldurinn var reynt áfram að viðhalda kynningu um golf og golfvelli á Íslandi þó eðlilega hafi nær algjörlega tekið fyrir heimsóknir erlendra kylfinga. Þetta kemur fram í gögnum frá Golf Iceland.

Fyrir faraldurinn var mikil árleg aukning í komum erlendra gesta á íslenska golfvelli enda verið unnið að kynningu þess með markvissum hætti í þó nokkur ár.

Það var m.a. gert með kynningum í gegnum heimsóknir fjölmiðla auk þátttöku í sérhæfðum golfferðasýningum og samskiptum við fjölda erlendra golfferðaskrifstofa svo eitthvað sé nefnt.

Sumarið 2020 komu nær engir erlendir gestir á okkar golfvelli. En áfram voru sendar reglulega upplýsingar um ástandið hér til erlendra söluaðila golfferða, fjölmiðla og áhugafólks. Þannig var reynt að viðhalda eftir bestu getu kynningunni og áhuganum erlendis á Íslandi sem golfáfangastað.

Nú í sumar hafa erlendir gestir aftur farið að heimsækja okkur þó ekki sé það enn í sama magni og var fyrir faraldurinn.

Þá hafa þó nokkrir erlendir fjölmiðlar heimsótt okkur til að kynna sér Ísland sem golfáfangastað.

Þannig að þetta stefnir vonandi allt í svipað ástand og var.

Nýverið komu til Íslands aðilar frá bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN og gera 30 mínútna þátt um golf á Íslandi og hefur undirbúningur þess verið í nokkurn tíma. Í kjölfarið komu svo aðilar frá stærsta golftímariti Þýskalands og verður hópurinn hér í 10 daga að kynna sér Ísland og golf hér á landi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ