Auglýsing

Minningarmót Örvars Arnarsonar fer fram á Öndverðarnesi þann 18. júní 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum mótsins.

Minningarsjóðs Örvars sem var stofnaður til minningar um Örvar Arnarson sem lést í fallhlífarstökkslysi í Flórída 23. mars 2013.

Örvar var einn af reyndustu fallhlífarstökkvurum landsins en hann lét lífið við að reyna að koma nemanda sínum til bjargar. Örvar var einnig mikill golfari og var Golfklúbbur Öndverðarness hans golfklúbbur.


Sjóðurinn hefur það hlutverk að aðstoða einstaklinga sem missa ástvin á ferð erlendis við að koma þeim látna heim til Íslands.

Mótið er punktamót þar sem hæst gefin forgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Karlar spila af gulum teig og konur af rauðum.

Þeir karlar sem eru 70 ára og eldri mega spila af rauðum teig og reiknast þá forgjöf miðaða við þá teiga.

Skráning hófst sunnudaginn 6. júní kl 13:00. Smelltu hér til að skrá þig.

Einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor.

Mörg frábær fyrirtæki styðja við sjóðinn með vinningum og þökkum við þeim kærlega fyrir velvildina og stuðninginn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ