Sjötta flöt á Garðavelli.
Auglýsing

Golfmót til minningar um vinkonu okkar Önnu Rún Sigurrósardóttur sem lést 1. febrúar s.l. verður haldið á Garðavelli Akranesi 14. september.

Ætlunin er að hittast og spila saman golf og minnast hennar Önnu Rúnar sem var okkur öllum svo kær. Anna Rún spilaði í gleði, hvernig sem viðraði.

Einkunnar orð hennar voru: Golf er bara leikur og við spilum í gleði. Við gerum eins.

Leikfyrirkomulag og verðlaun.

Punktakeppni ,  hámarksforgjöf 36 í einum flokki bæði karlar og konur.

Mótið hefst kl 10.00 og verður ræst þá út af öllum teigum samtímis. Mæting kl. 9,30.  Ath: Skráning á rástíma er eingöngu til að skrá sig saman í holl.

Skráning á golf.is og líkur 13. september.

Veitt verða vegleg verðlaun fyrir 3 efstu sætin, og einnig fyrir besta skor án forgjafar. Þá verða nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins og dregið verður úr skorkortum .

Mótsgjald er kr. 5.500. Innifalið er súpa í mótslok í klúbbhúsinu, þar sem verðlaunaafhending fer fram

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ