/

Deildu:

Auglýsing

Styrktarmót Kristjáns Þórs fer fram á Hlíðavelli næstkomandi laugardag, 13. september. Kristján Þór hefur leikið frábært golf í sumar og varð stigameistari með yfirburðum á Eimskipsmótaröðinni.

Kristján Þór ætlar sér að komast á stóra sviðið og leiðin þangað getur verið löng og kostnaðarsöm. Hann hefur leik í lok september í úrtökumóti fyrir Norðurlandamótaröðina (Nordic Tour) en mótið fer fram í Svíþjóð. Ef vel gengur þá getur Kristján unnið sig upp á mótaröðina fyrir ofan en 5 efstu sæti á stigalista Nordic Tour fá sæti á Challence túrnum.

Þessu fylgir mikill kostnaður og því verður eins og áður sagði glæsilegt styrktarmót á Hlíðavelli 13. september. Mótið verður með Texas Scramble fyrirkomulagi og er skráning hafin nú þegar á www.golf.is

Hvetjum alla til þess að taka þátt í þessu skemmtilega móti og um leið styðja einn af okkar allra bestu kylfingum á leið sinni að markmiðinu.

Hlökkum til að sjá ykkur

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ