/

Deildu:

Í mótinu höldum við sérstaklega uppi minningu þeirra Jóns Ólafssonar og Ólafs E. Ólafssonar, sem báðir létust óvænt og skyndilega í blóma lífsins.
Auglýsing

Þá er komið að hinu margrómaða og árlega minningarmóti okkar GKG-inga.

Minningarmótið er til styrktar íþrótta- og afrekssviði GKG og verður haldið á Leirdalsvelli GKG laugardaginn 10. september. Í mótinu höldum við sérstaklega uppi minningu þeirra Jóns Ólafssonar og Ólafs E. Ólafssonar, sem báðir létust óvænt og skyndilega í blóma lífsins. Báðir áttu drjúgan þátt í að gera GKG að því sem klúbburinn er í dag.

Keppnisfyrirkomulag:

Mótið er punktamót og er hámarksforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Stórglæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni, besta skor án forgjafar og nándarverðlaun á öllum par 3 holum ásamt lengsta upphafshöggi á 12. holu (sér fyrir karla og konur). Dregið verður úr skorkortum við verðlaunaafhendingu.

1. sæti í punktakeppni:

Flugmiði til áfangastaðar að eigin vali í Ameríku frá Icelandair

Besta skor án forgjafar:

Flugmiði til áfangastaðar að eigin vali í Ameríku frá Icelandair

Ath. Leikmenn verða að hafa virka forgjöf til að geta unnið til verðlauna. Leikmaður getur ekki unnið til verðlauna bæði með og án forgjafar.

Aðrir vinningar eru meðal annarra frá Íslandsbanka, Ölgerðinni, N1, Stella Artois, ÍSAM, Golfklúbbnum Keili, Icelandair o.fl.

Stefnt er að því að lokahófið verði kl. 19:00 og verður öllu til tjaldað (þó ekki í tjaldi eins og í fyrra ;-).

Mulligan verður með eðaltilboð á völdum réttum. Þá verða dregnir út vinningar úr skorkortum á borð við Evrópuferð með Icelandair.

Ef allir keppendur mótsins ljúka leik undir 4 klst og 30 mínútum þá verður dregin út vikuferð með VITAgolf til Spánar eða Portúgal, ein ferð fyrir karl og ein fyrir konu. Keppendur þurfa ekki að vera viðstaddir við útdrátt.

Verð einungis 5.500 kr.

Skráning á www.golf.is

Hlökkum til að sjá ykkur,e

Íþrótta- og afreksnefnd GKG

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ