Skeggjabrekkuvöllur, Ólafsfjörður: Á þessari mynd má sjá Ólafsfjarðarmúla og gamla veginn um Múlann (fyrir neðan er gangnamuni Múlagangna) Frá vinstri, Ármann Þórðarson, Jón Jónsson, Hafsteinn Sæmundsson og Hjörleifur Þórhallsson.
Auglýsing
– Öflugt starf og uppbygging hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar

Golfklúbbur Fjallabyggðar á sér nokkuð langa sögu en klúbburinn, sem stofnaður var árið 1968, hét áður Golfklúbbur Ólafsfjarðar. Sigurður Guðjónsson þáverandi bæjarfógeti var aðalhvatamaðurinn að stofnun klúbbsins og Þorsteinn Jónsson var kjörinn fyrsti formaðurinn. Rósa Jónsdóttir er núverandi formaður GFB en nafni klúbbsins var breytt í lok ársins 2015.

 

Skeggjabrekkuvöllur, Ólafsfjörður: Á þessari mynd má sjá Ólafsfjarðarmúla og gamla veginn um Múlann (fyrir neðan er gangnamuni Múlagangna) Frá vinstri, Ármann Þórðarson, Jón Jónsson, Hafsteinn Sæmundsson og Hjörleifur Þórhallsson.
Skeggjabrekkuvöllur Ólafsfjörður Á þessari mynd má sjá Ólafsfjarðarmúla og gamla veginn um Múlann fyrir neðan er gangnamuni Múlagangna Frá vinstri Ármann Þórðarson Jón Jónsson Hafsteinn Sæmundsson og Hjörleifur Þórhallsson

Golf á Íslandi heyrði í Rósu þar sem stiklað var á stóru um starf klúbbsins og farið var yfir helstu verkefni næstu missera.

„Starfið í Golfklúbbi Fjallabyggðar er öflugt og til marks um það þá voru 102 félagar skráðir í klúbbinn um síðustu áramót. Það verður að teljast gott. Á hverju ári er boðið upp á námskeið fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir í golfíþróttinni og við reynum eftir fremsta megni að fá til okkar fleiri félaga,“ segir Rósa.

Á upphafsárum GÓ kom klúbburinn sér upp sex holu velli í landi Bakka sem er í um 13 km fjarlægð frá Ólafsfirði. Þar var leikið golf í fimm ár til ársins 1973 þegar GÓ fékk landsvæði til umráða við bæinn Skeggjabrekku, fyrir ofan bæinn í austurátt.

Þar hafa klúbbfélagar byggt upp afbragðs klúbbhús samhliða áhugaverðum 9 holu golfvelli. Íbúðarhúsið við Skeggjabrekku var illa farið eftir bruna þegar klúbbfélagar tóku við því á sínum tíma og fór nánast allur þeirra frítími í að endurbyggja það og gera það nothæft að nýju.

[pull_quote_right]Eftir að völlurinn var fluttur að Skeggjabrekku hófst nýtt tímabil í sögu klúbbsins á velli sem státar af óvenju skemmtilegu landslagi.[/pull_quote_right]

Eftir að völlurinn var fluttur að Skeggjabrekku hófst nýtt tímabil í sögu klúbbsins á velli sem státar af óvenju skemmtilegu landslagi. Vallarstæðið er fjölbreytt og gott útsýni er af vellinum bæði til bæjarins og sjávar.

 

Skeggjabrekkuvöllur Ólafsjörður: Hér má sjá 6. flöt í baksýn og fjallið á bakvið er Garðshyrna.
Skeggjabrekkuvöllur Ólafsjörður Hér má sjá 6 flöt í baksýn og fjallið á bakvið er Garðshyrna
Konurnar láta að sér kveða

Rósa er ánægð með hlutfall kvenna í klúbbnum en um 30% félagsmanna eru konur.
„Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt og það eru rúmlega 30 konur í klúbbnum sem er mjög mikið miðað við stærð klúbbsins. Á hverjum mánudegi er kvennagolf og þá hittumst við og eigum góða samverustund saman.“

[pull_quote_right]30% félagsmanna eru konur[/pull_quote_right]
Karlarnir eru einnig með sína föstu leikdaga en þeir koma saman á þriðjudögum. „Við erum með mótaröð fyrir félagsmenn sem fer fram á miðvikudögum og það eru nokkur opin golfmót yfir sumartímann. Það er nóg um að vera hjá okkur. Það er kraftmikill hópur heldri kylfinga í Golfklúbbi Fjallabyggðar sem hittist flesta morgna og leikur golf saman. Þeir spjalla síðan um heimsmálin yfir kaffibolla. Það er ávallt pláss fyrir fleiri kylfinga í morgunhópinn.

Klúbburinn heldur úti æfingum fyrir yngri kylfinga yfir sumartímann 2-3 sinnum í viku. GFB tekur þátt í Norðurlandsmótaröð unglinga og eitt af fjórum mótum hvers sumars fer fram á Skeggjabrekkuvelli.

Nýjar brautir í Skeggjabrekkudal

Framkvæmdir við nýjar brautir á Skeggjabrekkuvelli standa nú yfir en völlurinn er að sögn Rósu nokkuð dæmigerður landsbyggðarvöllur.

„Landfræðilegar aðstæður gera það að verkum að Skeggjabrekkuvöllur kemur frekar seint undan snjó á vorin. Við getum ekki breytt því að Ólafsfjörður er á meðal nyrstu byggða á Íslandi. Völlurinn kemur venjulega undan snjó um mánaðamótin maí/júní. Grasið er oft iðagrænt þegar snjórinn fer af vellinum.“

[pull_quote_left]Grasið er oft iðagrænt þegar snjórinn fer af vellinum[/pull_quote_left]
Stefnt er að stækkun Skeggjabrekkuvallar til suðurs inn í Skeggjabrekkudal.

„Í þeim áfanga verða gerðar fjórar nýjar brautir ásamt uppbyggingu púttflata og teiga. Gert er ráð fyrir æfingasvæði þar sem núverandi níunda braut er í dag. Þegar þessum kafla er lokið í framkvæmdum verður haldið áfram að byggja upp þær brautir sem eru í notkun á vellinum.“

 

Skeggjabrekkuvöllur/Ólafsfjörður: Hér er horft inn Skeggjabrekkudal. Þar standa yfir framkvæmdir á nýrri par 3 holu á vellinum. Brynjar Sæmundsson hefur séð um þessar breytingar.
SkeggjabrekkuvöllurÓlafsfjörður<br >Hér er horft inn Skeggjabrekkudal Þar standa yfir framkvæmdir á nýrri par 3 holu á vellinum Brynjar Sæmundsson hefur séð um þessar breytingar
Góð upplifun fyrir gesti

Heimamenn á Ólafsfirði eru sannfærðir um að þeir sem leggi leið sína á Skeggjabrekkuvöll fái góða upplifun af svæðinu.

[pull_quote_right]Staðsetning vallarins er frábær.[/pull_quote_right]

„Staðsetning vallarins er frábær. Hann er í mynni Skeggjabrekkudals, í um 70 metra hæð yfir sjávarmáli. Stórfenglegt útsýni er til allra átta, há fjöll og fjallasalir, útsýni út fjörðinn, yfir Ólafsfjarðarvatn og inn fjörðinn. Þó að völlurinn sé stuttur, par 33, þá er hann sýnd veiði en ekki gefin. Mikið landslag er í vellinum og flatirnar eru krefandi. Hér er öflugt starf sem við ætlum að gera enn öflugra með því að fá fleiri kylfinga til liðs við okkur og uppbyggingin heldur áfram á Skeggjabrekkuvelli,“ sagði Rósa Jónsdóttir formaður GFB.

Skeggjabrekkuvöllur, Ólafsfjörður: Golfskálinn og í baksýn sést Ólafsfjarðarmúli og Múlakollan (til vinstri) og Tindaöxl (til hægri).
Skeggjabrekkuvöllur Ólafsfjörður Golfskálinn og í baksýn sést Ólafsfjarðarmúli og Múlakollan til vinstri og Tindaöxl til hægri
Skeggjabrekkuvöllur, Ólafsfjörður: Frá golfskálanum i Skeggjabrekku sést vel yfir Ólafsfjarðarmúla og Múlakollu til vinstri og sést aðeins í Tindaöxl.
Skeggjabrekkuvöllur Ólafsfjörður Frá golfskálanum i Skeggjabrekku sést vel yfir Ólafsfjarðarmúla og Múlakollu til vinstri og sést aðeins í Tindaöxl
Skeggjabrekkuvöllur, Ólafsfjörður: Hér sést 9. flöt vallarins og Tindaöxl í baksýn.
Skeggjabrekkuvöllur Ólafsfjörður Hér sést 9 flöt vallarins og Tindaöxl í baksýn
Skeggjabrekkuvöllur, Ólafsfjörður: Frá vinstri, Ólafsfjarðarmúli, Múlakolla (984 m), Tindaöxl (skíðasvæði Ólafsfjarðar) og Kerahnúkur lengst til hægri hæsta fjall Ólafsfjarðar, rétt tæpir 1100 metrar) Þess má geta að á veturna er boðið upp á ferðir.jpg
Skeggjabrekkuvöllur Ólafsfjörður<br >Frá vinstri Ólafsfjarðarmúli Múlakolla 984 m Tindaöxl skíðasvæði Ólafsfjarðar og Kerahnúkur lengst til hægri hæsta fjall Ólafsfjarðar rétt tæpir 1100 metrar Þess má geta að á veturna er boðið upp á ferðirjpg
Skeggjabrekkuvöllur, Ólafsjörður: Hér glittir í Ólafsfjarðarmúla. Frá vinstri, Ármann Þórðarson, Hjörleifur Þórhallsson, Jón Jónsson og Hafsteinn Sæmundsson).
Skeggjabrekkuvöllur Ólafsjörður Hér glittir í Ólafsfjarðarmúla Frá vinstri Ármann Þórðarson Hjörleifur Þórhallsson Jón Jónsson og Hafsteinn Sæmundsson
Skeggjabrekkuvöllur, Ólafsfjörður: Á þessari mynd má sjá Ólafsfjarðarmúla og gamla veginn um Múlann (fyrir neðan er gangnamuni Múlagangna) Frá vinstri, Ármann Þórðarson, Jón Jónsson, Hafsteinn Sæmundsson og Hjörleifur Þórhallsson.
Skeggjabrekkuvöllur Ólafsfjörður Á þessari mynd má sjá Ólafsfjarðarmúla og gamla veginn um Múlann fyrir neðan er gangnamuni Múlagangna Frá vinstri Ármann Þórðarson Jón Jónsson Hafsteinn Sæmundsson og Hjörleifur Þórhallsson
Skeggjabrekkuvöllur, Ólafsfjörður. Hér má sjá Ósbrekkufjall í baksýn en flötin er sú 1. á Skeggjabrekkuvelli.
Skeggjabrekkuvöllur Ólafsfjörður<br >Hér má sjá Ósbrekkufjall í baksýn en flötin er sú 1 á Skeggjabrekkuvelli
Skeggjabrekkuvöllur, Ólafsfjörður: Hérna sitja frá vinstri, Jón Jónsson, Ármann Þórðarson 87 ára og Hafsteinn Sæmundsson. Þessir hittast nánast daglega (ásamt 6-8 körlum í viðbót) á morgnana yfir sumartímann og leika golf.
Skeggjabrekkuvöllur Ólafsfjörður Hérna sitja frá vinstri Jón Jónsson Ármann Þórðarson 87 ára og Hafsteinn Sæmundsson Þessir hittast nánast daglega ásamt 6 8 körlum í viðbót á morgnana yfir sumartímann og leika golf

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ