/

Deildu:

Auglýsing
– pistill eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, skrifaði eftirfarandi pistil fyrir verkefnið Sýnum karakter.

„Ég horfði á úrslitaleik á Wimbledon fyrir nokkrum árum, Roger Federer gegn Novak Djokovic. Federer, minn maður, átti ekki sinn besta leik. Hann gerði svo mörg klaufamistök og ekki hægt að segja að hlutirnir hafi fallið með kallinum. Samt sem áður dáðist ég að honum.

Það sem mér fannst svo flott hjá honum var hvernig hann tók þessu mótlæti. Hann var svo harður, lét þetta ekki hafa áhrif á sig, gerði bara sitt besta áfram – ný uppgjöf, nýtt tækifæri.

Svo tapaði hann leiknum, tók í hendina á Djokovic og rölti rólega út af vellinum. Federer er reyndur og vitur maður. Maður má nefnilega gera mistök, stundum lærir maður jafnvel mun meira á því að gera mistökin en ef allt hefði gengið eins og í sögu.

[pull_quote_right]Maður má nefnilega gera mistök[/pull_quote_right]

Til þess að varpa ljósi á skemmtilegt dæmi um „pókerface-ið“ má taka keppni í pílukasti. Að mínu mati er svo miklu svalara og sýnir mikla yfirburði að vera gaurinn sem lætur ekkert hafa áhrif á sig í pílukastskeppninni, lélegt kast – engin viðbrögð, gott kast – kannski smá „fistpump“ til að espa áhorfendur, annars að vera rólegur. Þetta krefst mikillar æfingar.

Það sýnir gífurlegan styrk að leyfa ekki neinu að hafa neikvæð áhrif á sig. Ég sjálf er ekki alveg komin á þennan stað en ég held áfram að bæta mig og dag einn MUN ég verða  „Ólafía Federer“.

Mér finnst stundum gleymast að æfa andlega þáttinn í íþróttagreinum. Fæst okkar eru alin upp eins og einhverjir „zen“ munkar. Maður vaknar heldur ekki bara einn daginn og er allt í einu andlega sterkur.

[pull_quote_left]
Mér finnst stundum gleymast að æfa andlega þáttinn í íþróttagreinum.[/pull_quote_left]

Til þess að bæta sig þarf maður að mæta þessum erfiðu áskorunum þar sem allt er ekki með felldu og standast þær. Ein leið til að bæta sig er að setja markmið fyrir daginn: „Í dag verð ég jákvæð, sama hvað,” og þjálfa sjálfan sig upp í það á æfingu dagsins.

Að sjá fyrir sér er líka góð aðferð, hugleiðsla hefur reynst mörgum vel. En fyrst þarf maður að kafa djúpt inn, líta í eigin barm og læra hvað virkar best fyrir mann sjálfan til að ná sem bestum árangri. Svo hægt og rólega bæta sig, það gæti tekið nokkur ár að mastera „Mental Champinn“. Ég skora á ykkur að fara í þennan leiðangur, þjálfarar og íþróttamenn saman, þetta er svo rosalega mikilvægur hluti af íþróttum.“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

 

Ólafía Þórunn Krisitnsdóttir. Mynd/Tristan Jones
Ólafía Þórunn Krisitnsdóttir. Mynd/Tristan Jones
„Um verkefnið Sýnum karakter“

[quote_box_center]

„Sýnum karakter“ er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni.

Grunnhugmyndin að verkefninu kemur frá dr. Viðari Halldórssyni, félagsfræðingi við Háskóla Íslands, og Valdimari Gunnarssyni hjá UMSK. Á undanförnum misserum hefur verkefnið verið prófað og þróað innan UMSK og er nú svo komið að stærstu íþróttahreyfingar Íslands, Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), hafa tekið höndum saman um það að koma verkefninu á framfæri út í íþróttahreyfinguna. Styrktaraðilar verkefnisins eru Íslensk Getspá og mennta- og menningarmálaráðuneytið.

[/quote_box_center]

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ