/

Deildu:

KPMG-bikarinn 2016.
Bergsveinn Þórarinsson dómari.
Auglýsing

Ágætu golfdómarar

Dómaranefnd GSÍ óskar ykkur gleðilegs nýs árs.

Nefndin hittist fyrr í vikunni og hóf undirbúning vegna fyrirliggjandi dagskrár í vetur og vor. Til upprifjunar er dagskráin eftirfarandi:

  1. Héraðsdómaranámskeið í febrúar. Fyrirlestrar verða 7., 9., 13. og 15. febrúar og próf 18. og 23. febrúar.
  2. Fræðslufundur um bætta legu fimmtudaginn 2. mars, kl. 19:30.
  3. Fræðslufundur um áhugaverð atvik í golfheiminum þriðjudaginn 4. apríl, kl. 19:30.
  4. Vorfundur golfdómara laugardaginn 6. maí, kl. 9:30.

Við hvetjum alla golfdómara til að merkja ofantalda fundi inn í dagtalið sitt. Um leið hvetjum við ykkur til að benda kylfingum í ykkar klúbbum á héraðsdómaranámskeiðin. Í flestum golfklúbbum er skortur á golfdómurum og það er því um að gera að fá sem flesta til að sækja námskeiðin.

Að lokum viljum við ítreka að frestur til að skila starfsskýrslu vegna 2016 rann út 15. desember. Þeir sem eiga eftir að skila skýrslunni eru beðnir um að gera það fyrir lok janúar, eyðublaðið má finna á golf.is, undir liðnum Um GSÍ / Dómaramál.

Kveðja,

Dómaranefnd GSÍ

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ