Auglýsing

Metfjöldi nemenda stundar nám í PGA golfkennaraskólanum sem PGA á Íslandi stendur fyrir.

Um s.l. helgi voru 49 nemendur útskrifaðir sem barna – og nýliðakennarar. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á eins árs nám en flestir úr þessum fjölmenna nemendahópi stefna á tveggja ára nám til viðbótar með útskrift vorið 2025 sem fullgildir PGA golfkennarar.

Nemendur í PGA golfkennaraskólanum koma víðsvegar af landinu og aldrei fyrr hefur hlutfall kvenna verið eins hátt í nemendahópnum. Einnig eru fjölmargir nemendur frá landssvæðum þar sem að mikil þörf og eftirspurn er á menntuðum PGA kennurum.

PGA á Íslandi hefur alfarið séð um menntun golfkennara á Íslandi frá árinu 2006. Vorið 2021 bættust 18 nýir PGA kennarar með fullgilt PGA golfkennarapróf í hóp þeirra sem fyrir eru hér á landi. Frá árinu 2006 hafa alls 60 golfkennarar útskrifast á Íslandi.

Nemendurnir sem útskrifuðust sem barna – og nýliðakennarar 2023:

Adam Ingibergsson
Alexandra Eir Grétarsdóttir
Andri Ágústsson
Arna Rún Oddsdóttir
Arnór Bjarki Þorgeirsson
Arnór Ingi Gíslason
Arnór Snær Guðmundsson
Aron Snær Júlíusson
Atli Freyr Rafnsson
Auður Björt Skúladóttir
Árni Freyr Hallgrímsson
Berglind Björnsdóttir
Bergþór Erlingsson
Birkir Þór Baldursson
Bjarni Frostason
Böðvar Valgeirsson
Friðrik Bjartur Magnússon
Gísli Ólafsson
Guðmundur Gíslason
Guðmundur Örn Árnason
Gunnar Geir Gústafsson
Helga Lind Þóreyjardóttir
Hrafnhildur Guðjónsdóttir
Íris Káradóttir
Ísak Jasonarson
Jóel Gauti Bjarkason
Jóhannes Guðmundsson
Jón Bjarki Oddson
Jón Valgarð Gústafsson
Karl Hannes Sigurðsson
Katrín Dögg Hilmarsdóttir
Kjartan Tómas Guðjónsson
Kristgeir Grétarsson
Logi Sigurðsson
Magnús Bjarnason
Magnús Máni
Pétur Valgarðsson
Ragnar Már Garðarsson
Rúnar Arnórsson
Rúnar Magnússon
Sigurður Björn
Sigurður Elvar Þórólfsson
Sindri Snær Skarphéðinsson
Sveinn Ómar Sveinsson
Valdís Þóra Jónsdóttitr
Víðir Steinar Tómasson
Viktor Páll Magnússon
Þórður Rafn Gissurarson

Í ávarpi sínu á útskriftinni sagði Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands, að spennandi hlutverk biði ný útskrifaðra nemenda.

„Þið eruð einna mikilvægustu áhrifavaldar golfhreyfingarinnar sem eruð í beinu sambandi við iðkendur. Þið eruð fyrsta ásýnd okkar í hreyfingunni oftar en ekki og því skiptir framkoma ykkar, kennsla og ástríða máli. Þið sem leiðbeinendur eruð þannig áhrifavaldar í að kveikja neistann, ná skuldbindingunni og það sem skiptir ekki síður máli – að halda börnum og unglingum það áhugasömum að þeim langi að dýpka skilninginn, tæknina og að halda áfram að efla sig í leiknum. Það að 49 barna – og nýliðakennarar séu útskrifaðir hér í dag er hreint frábær árangur og gefur ástæðu til bjartsýni í að við náum markmiðum hreyfingarinnar – að fjölga börnum og unglingum í 20% hlutfall iðkenda. Í dag eru yfir 23 þúsund meðlimir skráðir í golfhreyfinguna hér á landi í 62 golfklúbbum víðsvegar um landið. Vonandi höldum við áfram að fjölga iðkendum og hér eruð þið – útskriftarnemendur okkar – okkar bjartasta von í slíkri vinnu. Í dag getum við státað okkur af 15% hlutfalli barna og unglinga, sem setur Ísland í topp 10 lista í Evrópu yfir hlutfall 18 ára og yngri skráð í golfklúbba. Og úr því að við erum stödd hér í GKG þá ber um leið að þakka sýn stjórnenda og þjálfara hér á bæ hversu vel hefur tekist til að byggja upp barna og unglingastarf hérlendis. Og hér er mikið fyrirmyndar starf í gangi og gaman að deila því með ykkur um leið að hér í vikunni var staddur fulltrúi frá R&A Golf Development sem fékk kynningu hér um hvernig barna og unglingastarfinu er háttað og er óhætt að segja að fulltrúi R&A hafi verið heillaður af framsýni stjórnenda, gæðum aðstöðunnar og stöðu mála,“ sagði Hulda og bætti því við að samstarf Golfsambands Íslands og PGA á Íslandi væri mikilvægt.

„Við störfum öll saman að því að efla golfíþróttina á Íslandi og er mikilvægt að við höldum áfram að þróa samtöl og verkefni í takt við þarfirnar. Tækifæri til útbreiðslu og uppbyggingar utan höfuðborgarinnar eru gríðarleg og ekki síst mikilvæg til framtíðar. Þannig þurfum við að sjá fyrir okkur hvernig við getum byggt upp þekkingu um land allt og fjölgað þeim sem þekkingu og áhuga hafa. Þannig hefur Golfsambandið ásamt PGA hvatt nemendur utan af landi til að sækja styrki sem bjóðast og þannig hefur Golfsambandið ásamt PGA einnig boðið upp á Golfdaga víðsvegar um landið. Það stendur til að halda því verkefni áfram og styrkja það enn betur. Tilgangur slíkra verkefna er ekki bara að kynna íþróttina fyrir börnum og unglingum, heldur að finna áhugasama á staðnum, styðja við þekkingu þeirra og bjóða stuðning svo hægt sé að byggja upp öflugra starf í þágu nýliðunar og fjölgunar á svæðunum. Þar getið þið verið lykilfólk í stöðunni. Ég hvet ykkur sem útskrifuðust hér í dag að leggjast á árarnar að ná hlutfalli barna og unglinga með okkur í 20% fyrir árið 2027. Slíkt er mælikvarði á árangur, uppbyggingu og gæðaþjálfun sem viðheldur nýliðunum og skapar þannig framtíðar kylfinga klúbbanna.“

Hulda þakkaði einnig PGA á Íslandi fyrir að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi.

„ Það að fleiri konur séu að útskrifast úr skólanum hverju sinni er til mikillar fyrirmyndar. Það gerist ekki að sjálfu sér. Og að nú leiði kona PGA á Íslandi er ekki bara ánægjulegt, heldur sögulegt og óska ég Stefaníu Valgeirsdóttur til hamingju með nýtt hlutverk innan félagsins sem formaður og ég hlakka til samstarfsins við forystuna.“

Hulda benti einnig á að golfhreyfingin hafi sett sér skýr markmið um að fjölga hlutfalli kvenna í golfhreyfingunni í 40% fyrir árið 2027.

„Hvet ég ykkur kæru útskriftarnemendur að hafa það hugfast í kennslu og nálgun á iðkendum. Það er ekki bara þróunin hérlendis, heldur um allan heim – að fjölga konum, ungu fólki og að fá fjölskylduna alla til að koma í golf. Og fjölbreytileiki er ekki bara kynjabreyta heldur getum við haft hugfast hvort að við séu nógu opin fyrir því að hleypa öllum börnum og unglingum að íþróttinni. Börnum með fatlanir, sýnilegar og ósýnilegar, börn af erlendum uppruna og svo framvegis. Þannig myndi ég vilja horfa einnig meira til sérþekkingar í þjálfun á fleiri sviðum og styðja við það sem vel er gert nú þegar,“ sagði Hulda Bjarnadóttir m.a. í ávarpi sínu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ