Auglýsing

Þrír keppendur frá Íslandi tóku þátt á Golfkusten Blekinge mótinu sem er hluti af Nordic Golf League atvinnumótaröðinni. Axel Bóasson, GK, var aðeins tveimur höggum frá sigri á þessu móti.

Þrefaldi Íslandsmeistarinn lék hringina þrjá á 12 höggum undir pari vallar samtals (67-67-67). Anton Karlsson, frá Svíþjóð, sigraði á -14 samtals en þetta var fyrsta mótið sem hann tekur þátt í á mótaröðinni á þessu tímabili. Karlsson er með keppnisrétt á Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, og er í 85. sæti á stigalistanum á þeirri mótaröð.

Bjark Pétursson, GKG, endaði í 40. sæti á +4 samtals (73-67-77). Andri Þór Björnsson, GR, var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn eftir 36 holur – en hann lék á +2 samtals (70-74).

Mótið fór fram í Svíþjóð og er hluti af Nordic Golf League atvinnumótaröðinni – sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit frá mótinu í Svíþjóð.

Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel á undanförnum árum og opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour). Fimm efstu á stigalistanum í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Challenge Tour og þrír sigrar á þessu tímabili tryggja einnig keppnisrétt á Challenge Tour.

Á stigalistanum fór Axel úr 13. sæti í það 6. Hann hefur leikið á alls sex mótum á þessu tímabili. Hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum og í öll skiptin hefur hann verið í baráttunni um sigurinn, og endað tvívegis í öðru sæti og einu sinni í því þriðja.

Andri Þór hefur leikið á sex mótum og er í 77. sæti á stigalistanum. Bjarki hefur leikið á fjórum mótum og er í 81. sæti á stigalistanum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ