Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.
Auglýsing

Alls taka átta íslenskir kylfingar þátt á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð karla á þessu hausti. Aldrei áður hafa jafnmargir keppendur frá Íslandi skráð sig til leiks í karlaflokki en árið 2007 tóku 6 kylfingar þátt. Þar að auki hafa Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) nú þegar tekið þátt á úrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum og framundan er úrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröð kvenna í desember. Ólafía komst áfram á 2. stig úrtökumótsins fyrir LPGA. 

Frá árinu 1985 hafa 25 karl kylfingar reynt sig á úrtökumótinu fyrir stærstu mótaröð Evrópu en aðeins Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur náð alla leið í karlaflokki. Að venju þurfa keppendur að fara í gegnum þrjú úrtökumót til þess að komast alla leið inn á Evrópumótaröðina.

Um 700 kylfingar taka þátt á 1. stigi úrtökumótsins og um 25% þeirra komast inn á 2. stigið.

Tveir kylfingar hófu keppni í þessari viku en Axel Bóasson úr Keili keppir á móti sem fram fer á Fleesensee vellinum í Þýskalandi. Axel, sem er stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2015 og 2016 lék fyrstu tvo hringina á 75-75. Axel, sem varð Íslandsmeistari árið 2011 er í 64. sæti en um 20 kylfingar komast áfram á 2. stigið af þessum velli.  Þetta er í þriðja sinn sem Axel tekur þátt á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Pétur Freyr Pétursson úr GR leikur á Roxburghe vellinum í Kelso á Englandi. Pétur Freyr lék fyrstu tvo hringina á 81 og 83 höggum,. Pétur er að taka þátt í fyrsta sinn á úrtökumótinu en hann er á +20 samtals og er situr í 81. sæti.

Þrír íslenskir kylfingar hefja leik á 1. stigi úrtökumótsins dagana 27.-30. september. Ólafur Björn Loftsson úr GKG leikur á Golf d’Hardelot í Frakklandi. Íslandsmeistarinn frá árinu 2009 er að keppa í fimmta sinn á 1. stigi úrtökumótsins en hann komst inn á 2. stigið árið 2014.

Þórður Rafn Gissurarson.
Þórður Rafn Gissurarson

Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG leika á Ribagolf í Lissabon í Portúgal dagana 27.-30. september. Þórður, sem varð Íslandsmeistari árið 2015, hefur mikla reynslu af úrtökumótinu en hann er að taka þátt í sjöunda sinn. Hann hefur einu sinni komist inn á 2. stigið en það gerði hann árið 2014.

Birgir Leifur, Íslandsmeistari í golfi 2016, og sjöfaldur Íslandsmeistari er reynslumesti kylfingurinn á úrtökumótunum. Hann er að taka þátt í 17. sinn en hann tók þátt í fyrsta sinn árið 1997. Birgir Leifur hefur ávallt komist í gegnum 1. stigið þegar hann hefur þurft að leika á því móti. Hann hefur 12 sinnum komist inn á lokaúrtökumótið eða 3. stigið og tvívegis hefur hann náð alla leið og tryggt sér keppnisrétt á stærstu atvinnumótaröð Evrópu.  

Þrír íslenskir kylfingar reyna síðan við 1. stig úrtökumótsins í fyrsta sinn á ferlinum dagana 4.-7. okt á Frilford Heath vellinum á Englandi. Það eru GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús. Sá síðastnefndi varð Íslandsmeistari árið 2012 en þeir eru allir nýútskrifaðir úr bandarískum háskólum og stefna á atvinnumennsku í haust.

 

Haraldur Franklín Magnús sigraði á Nýherjamótinu í fyrra. Mynd/seth@golf.is
Haraldur Franklín Magnús sigraði á Nýherjamótinu í fyrra Myndsethgolfis

Alls hafa 25 íslenskir kylfingar tekið þátt á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Sigurður Pétursson og Ragnar Ólafsson, báðir úr GR, riðu á vaðið árið 1985.
Eftirtaldir kylfingar hafa keppt á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. 

Sigurður Pétursson (1 fjöldi móta) ( keppnisár 1985, og lokaárangur 2. stig).

Ragnar Ólafsson (1) (1985, 1. stig).

Einar Long (1) (1988, 1. stig).

Úlfar Jónsson (1) (1995, 1. stig).

Arnar Már Ólafsson (1) (1995, 1. stig).

Birgir Leifur Hafþórsson (18) (1997, 3. stig), (1998, 3. stig), (1999, 3. stig), (2000, 3. stig), (2001, 3. stig), (2002, 2. stig), (2003, 2. stig), (2004, 3. stig), (2005, 3. stig), (2006, 3. stig og komst á ET.), (2007, 3. stig og komst á ET), (2010, 3. stig), (2011, 2. stig), (2012, 2. stig), (2013, 2. stig), (2014, 3. stig), (2015, 3. stig), (2016)

Björgvin Sigurbergsson (4) (1998, 1. stig), (2001, 3. stig), (2002, 1. stig), (2003, 2. stig).

Kristinn G. Bjarnason (1) (1998, 1. stig).

Ólafur Már Sigurðsson (7) (2000, 2. stig), (2002, 1. stig), (2003, 1. stig), (2004, 1. stig), (2005, 1. stig), (2011, 1. stig), (2012, 1. stig),

Sigurpáll Geir Sveinsson (4) ((2003, 2. stig), (2004, 1. stig), (2007, 1. stig), (2008, 1. stig).

Magnús Lárusson (3) (2004, 1. stig), (2005, 1. stig), (2007, 1. stig).

Heiðar Davíð Bragason (4) (2004, 1. stig), (2006, 1. stig), (2007, 1. stig), (2008, 1. stig).

Stefán Már Stefánsson (3) (2005, 1. stig), (2012, 1. stig), (2013, 1. stig).

Örn Ævar Hjartarson (2) (2007, 1. stig), (2008, 1. stig).

Ottó Sigurðsson (1) (2007, 1. stig).

Sigurþór Jónsson (1) (2008, 1. stig).

Arnór Ingi Finnbjörnsson (2) (2008, 1. stig), (2009, 1. stig).

Þórður Rafn Gissurarson (7) (2009, 1. stig), (2010, 1. stig), (2012, 1. stig), (2013, 1. stig), (2014, 2. stig), (2015, 1. stig) (2106).

Ólafur Björn Loftsson (5) (2012, 1. stig), (2013, 1. stig), (2104, 2. stig), (2015, 1. stig), (2016)

Axel Bóasson (3) (2014, 1. stig), (2015, 1. stig), (2016).

Pétur Frey Pétursson (1) (2016, 1. stig)

Guðmundur Ágúst Kristjánsson (1) (2016, 1. stig.)

Andri Þór Björnsson (1) (2016, 1. stig.)

Haraldur Franklín Magnús (1) (2016, 1. stig.)

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ