Site icon Golfsamband Íslands

Metaðsókn á golf.is – Íslandsmótið 2019 vakti mikla athygli

golf.is

Metaðsókn var í síðustu viku á golf.is samkvæmt vefmælingu fyrir viku 32 (05.08-11.08.2019).

Íslandsmótið í golfi 2019 vakti mikla athygli lesenda ásamt daglegri notkun kylfinga á mínum síðum á mitt.golf.is.

Notendur voru alls 34.686 í síðustu viku og er það 16,1% aukning á milli vikna.

Fréttavefurinn golf.is var með 27.961 notendur sem er 24,5% aukning á milli vikna og mitt.golf.is var með 27.444 notendur sem er aðeins minni aðsókn en í síðustu viku.

Íslandsmótið 2019: Skor, rástímar og staða [Golfsamband Íslands] var mest lesna fréttin í síðustu viku hjá öllum þeim vefsíðum sem eru í vikulegri mælingu hjá Modernus.

Exit mobile version