/

Deildu:

Auglýsing

Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík og Golfsamband Íslands efna til málþings um stuðning foreldra í golfiðkun barna. Málþingið fer fram fimmtudaginn 16. maí kl. 12:15-13:15 í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík.

Fyrirlesarar eru Sveinn Þorgeirsson, íþróttafræðingur og háskólakennari við íþróttafræðideild HR og Ólafur Björn Loftsson, landsliðsþjálfari og afreksstjóri Golfsamband Íslands.

Rætt verður um stuðningshlutverk foreldra á mismunandi aldurs- og getustigum barnsins.

Foreldrar fá góð ráð hvernig þau geta stutt sem allra best við barnið sitt í golfi frá unga aldri og fram á fullorðinsárin.

Málþingið er öllum opið.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ