/

Deildu:

Auglýsing

Það var líf og fjör á minningarmóti um Hörð Barðdal sem fram fór í frábæru veðri á æfingasvæði Golfklúbbsins Keilis nýverið.

Hörður Barðdal var frumkvöðull á þessu sviði á sínum tíma en hann var m.a. valinn fyrstur allra sem íþróttamaður ársins hjá fötluðu íþróttafólki árið 1977.

Mótið hefur aldrei verið stærra og var metþátttaka hjá duglegum einstaklingum sem leggja sig mikið fram við æfingar allt árið.

GSFÍ, golfsamtök fatlaðra á Íslandi, standa að baki þessu móti sem hefur farið fram árlega um margra ára skeið.

Allir sem tóku þátt eru sannir sigurvegarar en úrslitin í púttkeppninni réðust á síðustu holunum.

Sigurður Guðmundsson hlaut verðlaun fyrir fæst pútt og hvatningarbikarinn hlaut Jón Gunnarsson.

Golfæfingar GSFÍ standa yfir allt árið í Hraunkoti, æfingasvæði golfklúbbsins Keilis Hafnarfirði og allir eru velkomnir að mæta. GSFÍ lánar púttera og kúlur og allir eru velkomnir að taka þátt.

Nánari upplýsingar um GSFÍ – smelltu hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ