Logi Sigurðsson, GS, með Björgvinsskálina 2023. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Kylfingurinn Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja var nýverið kjörinn íþróttamaður Reykjanesbæjar árið 2023.

Jóhanna Margrét Snorradóttir úr Hestamannafélaginu Mána var kjörin íþróttakona Reykjanesbæjar 2023. Frá þessu er greint á vef Golfklúbbs Suðurnesja.

Athöfnin fór fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, Ungmennafélag Njarðvíkur og Keflavíkur stóðu að þessari athöfn þar sem fjölmargir komu að samfagna frábærum árangri íþróttafólks Reykjanesbæjar.

Logi náði frábærum árangri á árinu 2023 – en hann varð Íslandsmeistari í golfi á Urriðavelli og var það í fyrsta sinn sem hann fagnar þeim titli. Hann varð einnig stigameistari GSÍ og klúbbmeistari GS.

Logi fékk einnig viðurkenningu sem karlkylfingur ársins hjá Reykjanesbæ og Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS er kvenkyns kylfingur ársins hjá Reykjanesbæ.

Við athöfnina voru veittar nokkrar aðrar viðurkenningar til félagsmenn Golfklúbbs Suðurnesja.

Annars vegar fékk Kristján Björgvinsson viðurkenningu sem Íslandsmeistari karla í höggleik 65 ára og eldri og hins vegar Gísli Grétar Björnsson sem sjálfboðaliði ársins hja Golfklúbbi Suðurnesja.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ