Frá vinstri: Ragnhildur Kristinsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir. Á myndina vantar Andreu Bergsdóttur. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:

Kvennalandslið Íslands keppir í efstu deild á Evrópumeistaramóti í liðakeppni 2021 dagana 6. – 10. júlí 2021.

Mótið fer fram á Norður-Írlandi á hinum sögufræga Royal County Down GC á Norður-Írlandi. Þjálfari liðsins er Karl Ómar Karlsson og María Kristín Valgeirsdóttir er sjúkraþjálfari liðsins.

Keppni hefst 6. júlí og lokadagurinn er 10. júlí. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur – 36 holur alls. Fimm bestu skorin telja hjá hverju liði. Átta efstu liðin leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn í holukeppni sem tekur við af höggleiknum. Liðin þar fyrir neðan keppa um sæti nr. 9.-19. í riðlum og holukeppni.

Upplýsingar um rástíma, skor og úrslit má nálgast hér:

Eftirtaldir leikmenn skipa kvennalandslið Íslands:

  • Andrea Bergsdóttir, Hills GC
  • Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
  • Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
  • Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
  • Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
  • Ragnhildur Kristinsdóttir, GR

Alls eru 19 þjóðir sem keppa á EM kvenna: Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Skotland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Wales

2. keppnisdagur

Ísland endaði í 13. sæti af alls 19 þjóðum í höggleikskeppninni og leikur því um sæti 9.-16. sæti í holukeppninni.

1. keppnisdagur

Íslenska liðið er í 14. sæti af alls 19 liðum á +28 höggum yfir pari. Andra Bergsdótir lék best í íslenska liðinu á 76 höggum eða +3 samtals og Ragnhildur Kristinsdóttir var á 78 höggum en par vallar er 73 högg. Tékkland er í efsta sæti á +1 samtals.

Andrea Bergsdóttir 76 högg (+3)
Ragnhildur Kristinsdóttir 78 högg (+5)
Hulda Clara Gestsdóttir 80 högg (+7)
Heiðrún Anna Hlynsdóttir 80 högg (+7)
Andrea Ýr Ásmundsdóttir 79 högg (+6)
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir 85 högg (+12)

Frá vinstri: Ragnhildur Kristinsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir. Á myndina vantar Andreu Bergsdóttur.
Hulda Clara Gestsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Ragnhildur Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir. Mynd/seth@golf.is
Heiðrún Anna Hlynsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Andrea Ýr Ásmundsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Andrea Bergsdóttir. Mynd/KÓK

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ