Frá vinstri: Kristófer Karl Karlsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Hlynur Bergsson, Sverrir Haraldsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson. Mynd/HDB
Auglýsing

Karlalandslið Íslands keppir í efstu deild á Evrópumeistaramóti í liðakeppni 2021 dagana 6. – 10. júlí 2021. Keppt er á PGA Catalunya vellinum á Spáni rétt utan við borgina Barcelona. Heiðar Davíð Bragason er þjálfari liðsins í þessari ferð og Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari er einnig með í för.

Upplýsingar um rástíma, skor og úrslit má nálgast hér:

Keppni hefst 6. júlí og lokadagurinn er 10. júlí. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur – 36 holur alls. Fimm bestu skorin telja hjá hverju liði. Átta efstu liðin leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn í holukeppni sem tekur við af höggleiknum. Liðin í sætum nr. 9 -13 leika um fall í 2. deild.

Eftirtaldir leikmenn skipa karlalandslið Íslands:

  • Aron Snær Júlíusson, GKG
  • Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
  • Hákon Örn Magnússon, GR
  • Hlynur Bergsson, GKG
  • Kristófer Karl Karlsson, GM
  • Sverrir Haraldsson, GM

Þjálfari Heiðar Davíð Bragason
Sjúkraþjálfari Baldur Gunnbjörnsson

Alls eru 13 þjóðir sem keppa á EM karla: Austurríki, Belgía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Sviss.

2 keppnisdagur:

Ísland endaði í 12. sæti og leikur því um sæti 9.-13. en Portúgal komst beint áfram í undanúrslit í þessum riðli þar sem að liðin í sætum 10-13 leika í 1. umferðinni.

1 keppnisdagur:

Íslenska liðið er í 10. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á +4 samtals eða 359 höggum. Frakkland er á 12 höggum undir pari samtals, Holland er í öðru sæti á -6 samtals. Fimm bestu skorin telja í höggleikskeppninni. Aron Snær Júlíusson er á þriðja besta skorinu í einstaklingskeppninni en besta skor mótsins er -5.

Aron Snær Júlíusson 68 högg (-3)
Dagbjartur Sigurbrandsson 70 högg (-1)
Hlynur Bergsson 71 högg (par)
Kristófer Karl Karlsson 75 högg (+4)
Sverrir Haraldsson 75 högg (+4)

Hákon Örn Magnússon 79 högg (+8)


Staðan:


1. Frakkland 343 högg (-12)
2. Holland 349 högg (-6)
3.-4. Þýskaland 350 högg (-5)
3.-4. Svíþjóð 350 högg (-5)
5.-6. Belgía 352 högg (-3)
5.-6. Danmörk 352 högg (-3)
7.-8. Spánn 354 högg (-1)
7.-8. Sviss 354 högg (-1)
9. Portúgal 357 högg (+2)
10. Ísland 359 högg (+4)
11. Ítalía 360 högg (+5)
12. Austurríki 360 (+5)
13. Írland 367 högg (+12)


Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:

Aron Snær Júlíusson. Mynd/seth@golf.is
Hákon Örn Magnússon. Mynd/seth@golf.is
Kristófer Karl Karlsson. Mynd/seth@golf.is
Sverrir Haraldsson. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ