/

Deildu:

Auglýsing

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili og Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sigruðu á Goðamótinu lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar lauk á Jaðarsvelli í dag.  Goðamótið er fyrsta stigamótið í meistaraflokki sem haldið er á Jaðarsvelli frá árinu 2001 en völlurinn hefur tekið nokkrum breytingum frá þeim tíma sem þykja hafa tekist einstaklega vel að mati kylfinganna á Eimskipsmótaröðinni.

Kristján Þór Einarsson er sannarlega sigurvegari sumarsins í karlaflokki en þetta er hans þriðji sigur á mótaröðinni en hann var m.a. Íslandsmeistari í holukeppni fyrr í sumar.  Kristján þór spilaði hringinn í dag á 67 höggum sem er jöfnun á vallarmeti sem Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar átti. Kristján Þór hafði fyrir mótið tryggt sér stigameistaratitilinn í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni 2014. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili endaði í öðru sæti eftir harða baráttu við Kristján Þór þar sem þeir skiptust á að vera í forystu en Gísli leiddi með tveimur höggum fyrir lokahringinn. í þriðja sæti varð Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness á 216 höggum, 3 yfir pari.

Tinna Jóhannsdóttir sem líkt og Kristján Þór varð Íslandsmeistari í holukeppni fyrr í sumar sigraði Goðamótið 4 högga mun.  Tinna sem leiddi fyrir lokahringinn lék í dag á 77 höggum en hún lék hringina þrjá á 227 höggum. Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja tryggði sér annað sætið á Goðamótinu og um leið stigameistaratitill í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni 2014. Í þriðja sæti varð Sara Margrét Hinriksdóttir úr Golfklúbbnum keili á 233 höggum.

 

Karlaflokkur:

1.sæti : Kristján Þór Einarsson GKJ 73-70-67 = 210 (-3)

2.sæti : Gísli Sveinbergsson GK 70-71-72 = 213 (par)

3.sæti : Bjarki Pétursson GB 70-75-71 = 216   (+3)

 

Kvennaflokkur:

1.sæti : Tinna Jóhannsdóttir GK 75-75-77 = 227  (+14)

2. sæti : Karen Guðnadóttir GS 75+75+81 = 231  (+18)

3. sæti : Sara Margrét Hinriksdóttir GK 78+77+78 = 233  (+20)

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ