/

Deildu:

Auglýsing

Goðamótið lokamót Eimskipsmótaraðarinnar hófst í morgun á Jaðarsvelli Akureyri. Mótið fer fram dagana 30.-31. ágúst, leiknar verða 54 holur,  fyrri daginn eru leiknar 36 holur en 18 þann seinni.

Í karlaflokki er spennan mikil en fjórir kylfyngar eru efstir og jafnir á 70 höggum eða 1 undir pari. Þetta eru þeir Gísli Sveinbergsson og Björgvin Sigurbergsson úr Golfklúbbnum Keili, Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Hellu og Bjarki pétursson úr Golfklúbbi Borgarness.

Í kvennaflokki er spennan ekki minni en þrír kylfingar deila þar efsta sætinu á 75 höggum, 4 yfir pari. Þetta eru þær Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili, Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

Þegar er byrjað að ræsa kylfinga út í seinni hring dagsins en ræst er út á 1 og 10 teig. Hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is en það er uppfært á þriggja holu fresti.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ