Auglýsing

Golfsamband Íslands hefur ráðið Krístínu Maríu Þorsteinsdóttir í stöðu móta- og kynningarstjóra GSÍ en starfið var auglýst í janúar á þessu ári.

Kristín María mun hefja störf störf þann 1. mars næstkomandi.

Mikill áhugi var á starfinu en alls bárust sambandinu 51 umsóknir um starfið.

„Við hjá Golfsambandi Íslands bjóðum Kristínu velkomna til starfa um leið og við þökkum öllum umsækjendum fyrir sínar umsóknir,“ segir Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ