/

Deildu:

Auglýsing

Samningur GSÍ við RÚV hefur nú verið endurnýjaður til næstu þriggja ára og mun RÚV því sýna árlega á samningstímanum frá Íslandsmótinu í golfi í beinni útsendingu.

„Samstarfið við RÚV hefur gengið mjög vel undanfarin ár og Golfíþróttinni verið gerð góð skil í þessu samstarfi.

Með samningnum getum við haldið áfram að þróa í sameiningu enn betri útsendingu frá umfangsmesta viðburði ársins sem er Íslandsmótið í golfi en í ár verður mótið haldið í Mosfellsbæ nánar tiltekið hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 6.-9. ágúst.

„Nýr samningur við RÚV er mikið ánægjuefni fyrir golfhreyfinguna en samstarfið hefur verið virkilega gott og metnaðarfullt undanfarin ár,” segir Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ  

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ