Site icon Golfsamband Íslands

Karla, kvenna, stúlkna – og piltalandslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur tilkynnt hvaða leikmenn skipa landslið Íslands í karla – og kvennaflokki á Evrópumeistaramótunum í liðakeppni 2021.

Ólafur hefur einnig tilkynnt hvaða leikmenn skipa stúlkna – og piltalandslið Íslands sem keppa einnig í liðakeppni á Evrópumótinu 2021.

Bæði karla – og kvennaliðið eru í efstu deild en liðin eru skipuð leikmönnum sem eru áhugakylfingar. Stúlknalandslið Íslands er í efstu deild en piltalandsliðið er í næst efstu deild.

Karlalið Íslands:

Karlalið Íslands keppir á PGA Catalunya vellinum á Spáni rétt utan við borgina Barcelona. Heiðar Davíð Bragason verður þjálfari liðsins í þessari ferð og Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari verður einnig með í för.

Keppni hefst 6. júlí og lokadagurinn er 10. júlí.

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:

Eftirtaldir leikmenn skipa karlalið Íslands:

Þjálfari Heiðar Davíð Bragason
Sjúkraþjálfari Baldur Gunnbjörnsson

Alls eru 13 þjóðir sem keppa á EM karla: Austurríki, Belgía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Sviss.

Kvennalið Íslands:

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:

Kvennalið Íslands keppir á Norður-Írlandi á hinum sögufræga Royal County Down GC á Norður-Írlandi. Þjálfari liðsins verður Karl Ómar Karlsson og María Kristín Valgeirsdóttir er sjúkraþjálfari liðsins.

Keppni hefst 6. júlí og lokadagurinn er 10. júlí.

Eftirtaldir leikmenn skipa kvennalið Íslands:

Alls eru 19 þjóðir sem keppa á EM kvenna: Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Skotland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Wales

Stúlknalið Íslands:

Stúlknalið Íslands keppir á Montado Golf Resort í Portúgal dagana 6.-10. júlí en um er að ræða keppni í efstu deild.

Davíð Gunnlaugsson er þjálfari liðsins í þessari ferð og Aníta Ósk Einarsdóttir er sjúkraþjálfari stúlknalandsliðsins.

Eftirtaldir leikmenn skipa stúlknalandslið Íslands:

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:

Alls eru 13 þjóðir sem taka þátt á EM stúlknalandsliða. Austurríki, Belgía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð og Sviss.

Piltalandslið Íslands:

Piltalið Íslands keppir á Estonian G&CC í Eistlandi dagana 6.-10. júlí en um er að ræða keppni í næst efstu deild.

Brynjar Eldon Geirsson er þjálfari liðsins í þessari ferð og mun sjúkraþjálfari fara með liðinu eins og hjá öðrum landsliðum Íslands. Keppnin í Eistlandi hefst 7. júlí og lokadagurinn er 10. júlí.

Eftirtaldir leikmenn skipa piltalandslið Íslands:

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:

Alls eru 10 þjóðir sem taka þátt á EM piltalandsliða í 2. deild: Belgía, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur, Pólland, Slóvakía og Slóvenína.

Exit mobile version