/

Deildu:

Auglýsing

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, setti i gær vallarmet af rauðum teigum (fremstu teigum) á Strandarvelli hjá Golfklúbbnum Hellu. Perla Sól lék á 72 höggum eða tveimur höggum yfir pari sem er glæsilegur árangur hjá Perlu sem er 14 ára en verður 15 ára í haust.

Perla Sól var að leika í höggleikskeppninni á Íslandsmóti golfklúbba 15 ára og yngri sem hófst í gær á Strandarvelli. Hún er ríkjandi Íslandsmeistari í sínum aldursflokki í höggleik – og holukeppni. Hún er einnig í stúlknalandsliði Íslands sem var tilkynnt í gær.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ