Ómar Örn Friðriksson frá GR og Hilmar Egill Sveinbjörnsson formaður GVS.
Auglýsing

Frét af heimasíðu GR: 

Þá er komið að því að kynna níunda vinavöllinn 2016 og jafnframt þann síðasta í röðinni – Kálfatjarnarvöllur hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Af þeim níu völlum sem samið hefur verið við fyrir komandi sumar þá eru fimm vellir þar sem um er að ræða nýtt samstarf við velli sem ekki hafa áður verið í boði fyrir okkar félagsmenn. Það er von okkar að félagsmenn séu sáttir með þessa nýju möguleika sem í boði eru fyrir komandi sumar og að þeir verði vel nýttir.

Kálfatjarnarvöllur er 9 holu golfvöllur sem er stuttur en mjög krefjandi. Margar skemmtilegar golfholur mynda þennan annars fallega völl sem liggur meðfram sjónum á Vatnsleysuströnd. Öll sú aðstaða sem félagsmenn óska eftir er til staðar hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar þegar völlurinn er heimsóttur – klúbbhús, æfingasvæði, vipp- og púttflöt.

Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða kr. 2.000 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika Kálfatjarnarvöll og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d. fyrirtækjamót.

Útbúinn verður bókunarlinkur á síðu GR á www.golf.is undir rástímar – vellir.

Með þessari frétt hefur Golfklúbbur Reykjavíkur tilkynnt um níu vinavelli fyrir komandi sumar og eru þeir eftirtaldir:

Hústóftarvöllur Grindavík
Garðavöllur Akranesi
Hamarsvöllur Borgarnesi
Svarfhólsvöllur Selfossi
Strandarvöllur á Hellu
Kirkjubólsvöllur í Sandgerði
Haukadalsvöllur í Haukadal
Þorlákshafarvöllur í Þorlákshöfn
Kálfatjörnsvöllur á Vatnsleysuströnd
Mynd: Ómar Örn Friðriksson frá GR og Hilmar Egill Sveinbjörnsson formaður GVS.

Kær kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ