/

Deildu:

Ómar Friðriksson framkvæmdastjóri GR, Ragnar Baldursson stjórnarmaður GR, Andrés, og Ingi Rúnar Gíslason yfirþjálfari meitaraflokka.
Auglýsing

Frétt af heimasíðu GR:

Andrés Jón Davíðsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Andrés mun gegna stöðu yfirgolfkennara í Básum, þetta er ný staða við klúbbinn og er markmiðið að auka þjónustu við félagsmenn með auknu framboði á kennslu – hvort sem um er að ræða einstaklinga eða hópa.

Andrés er viðskipta og markaðfræðingur að mennt, hann útskrifaðist sem golfkennari frá PGA í Noregi árið 2000 og starfaði lengi í Þýskalandi sem yfirgolfkennari hjá GC Emstal í Lingen. Andrés kláraði meistaranám í Íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2014 og er fyrstur Íslendinga til að hljóta titilinn „Master Professional“ en til þess að öðlast þann titil þarf meðal annars að hafa 10 ára reynslu frá útskrift PGA náms auk þess að ljúka viðurkenndu meistaranámi með áherslu á efni sem tengist og nýtist golfhreyfingunni.

Andrés hefur verið sjálfstætt starfandi golfkennari undanfarin ár og þjálfað og kennt hinnum almenna kylfing ásamt því að þjálfa nokkra af efnilegustu og bestu kylfinga landsins.

Við bjóðum Andrés velkominn til starfa.
Golfklúbbur Reykjavíkur

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ