Aron Snær, Bjarki og Gísli.
Auglýsing

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt á Opna breska áhugamannamótinu (British Amateur) sem fram fer á  Royal Aberdeen Golf Club í Skotlandi. Gísli Sveinbergsson úr Keili, Bjarki Pétursson úr GB og Aron Snær Júlíusson úr GKG. Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ var með þeim í þessari keppnisferð.

Íslensku kylfingarnir náðu ekki að komast í gegnum 64 manna niðurskurðinn og eru því úr leik.

Staðan:

Gísli Sveinbergsson lék á 75 og 74 höggum. Hann endaði á +8 samtals og var þremur höggum frá því að komast áfram.

Bjarki Pétursson lék á 78 og 73 höggum. Hann endaði á +8 höggum líkt og Gísli og þeir deildu 101. sætinu.

Aron Snær lék á 78 og 72 höggum eða +9 samtals. Hann endaði í 119. sæti.

Mótið er eitt það virtasta og sterkasta hjá áhugakylfingum og sigurvegarinn fær boð um að taka þátt á þremur risamótum atvinnukylfinga, Mastersmótinu, Opna breska og Opna bandaríska.

Alls eru 288 keppendur og leika þeir alls 36 holur í höggleik fyrstu tvo keppnisdagana. Síðan tekur við holukeppni en 64 efstu eftir höggleikinn komast í gegnum niðurskurðinn.

Í holukeppninni eru leiknar 18 holur í hverri umferð þar til að tveir mætast í úrslitaleik um sigurinn.

 

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ