/

Deildu:

Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar 2017.
Auglýsing

Íslandsmót unglinga í höggleik fer fram á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja dagana 22.-24. júní n.k. Skráning stendur enn yfir. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl. 23:59 á þriðjudeginum fyrir mótið. Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur, þó svo laus sæti séu í mótið.

Leikfyrirkomulag

Höggleikur í unglingaflokki, 54 holur skulu leiknar. 18 holur á dag. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um Íslandsmót í golfi í unglingaflokkum og Móta- og keppendareglum GSÍ.

Rástímar: Rástímar verða birtir á golf.is fyrir kl.17:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Ræst verður út af 1. teig með 10 mínútna millibili. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað af handahófi á rástíma en annan og þriðja dag verður raðað út eftir skori.

Þátttökurréttur:

Hámark 144 keppendur geta tekið þátt í Íslandsmóti unglinga í höggleik sem skiptist niður í þrjá aldursflokka. Í hverjum aldursflokki verða hámark 48 keppendur, þar af verða 36 strákar og 12 stelpur.

Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámark í hverjum flokki ræður forgjöf því hverjir komast inn í hvern flokk fyrir sig. Þ.e.a.s 36 forgjafarlægstu strákarnir og 12 forgjafarlægstu stelpurnar í þeim flokki komast í mótið.

Standi val á milli keppenda með jafnháa forgjöf skal hlutkesti ráða. Ef ekki næst hámarksfjöldi í einhvern flokk má mótsstjórn bæta við keppendum úr öðrum aldursflokkum. Mótsstjórn er heimilt að fjölga keppendum.

Þátttökurétt öðlast erlendir kylfingar ekki fyrr en eftir a.m.k. þriggja ára samfellda búsetu hérlendis.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ