/

Deildu:

4.-7. ágúst 2022 á Vestmannaeyjavelli
Dagar
Klukkustundir
Mínútur
Sekúndur

Íslandsmót 2023-2028

Íslandsmótið í golfi fer fram 4.-7. ágúst 2022 á Vestmannaeyjavelli. Keppt verður í karla- og kvennaflokki en leiknar verða 72 holur. Sýnt verður beint frá mótinu á RÚV 6. og 7. ágúst.

Reglugerð​

OWRG

WAGR

Stigalistar GSÍ

Íslandsmeistarar frá upphafi

Skráning

Íslandsmótið í golfi fer fram 4.-7. ágúst 2022 á Vestmannaeyjavelli. Keppt verður í karla- og kvennaflokki en leiknar verða 72 holur. Sýnt verður beint frá mótinu á RÚV 6. og 7. ágúst.

Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins í samstarfi við þá golfklúbba þar sem mótin fara fram. Íslandsmótið 2022 verður það fimmta í röðinni í Vestmannaeyjum frá því að völlurinn var stækkaður í 18 holur en fyrir þann tíma hafði mótið farið fjórum sinnum fram á Vestmanneyjavelli þegar völlurinn var 9 holur.

Íslandsmótið í golfi fór fyrst fram í Vestmannaeyjum árið 1959 þar sem að heimamaðurinn Sveinn Ársælsson sigraði. 

Á næsta áratug fór mótið þrisvar sinnum til viðbótar fram í Vestmannaeyjum. Óttar Yngvason (GR) vann árið 1962, Magnús Guðmundsson (GA) árið 1964. Árið 1968 var tvöfaldur sigur hjá GS þar sem að Þorbjörn Kjærbo og Guðfinna Sigurþórsdóttir sigruðu. Það var jafnframt í annað sinn sem keppt var um Íslandsmeistaratitlinn í kvennaflokki.

Það liðu 35 ár þar til að Íslandsmótið fór fram að nýju í Eyjum. Birgir Leifur Hafþórsson (GL) og Karen Sævarsdóttir (GS) sigruðu árið 1996. Karen er dóttir Guðfinnu sem sigraði árið 1968. Árið 2003 sigraði Birgir Leifur á ný og þá fyrir GKG og Ragnhildur Sigurðardóttir (GR) sigraði í kvennaflokki. Kristján Þór Einarsson (GM) og Helena Árnadóttir (GR) sigruðu árið 2008. Árið 2018 sigraði Keilir tvöfalt þegar Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.

Ár

Karlaflokkur

Kvennaflokkur

1942

Gísli Ólafsson

 

1943

Gísli Ólafsson

 

1944

Gísli Ólafsson

 

1945

Þorvaldur Ásgeirsson

 

1946

Sigtryggur Júlíusson

 

1947

Ewald Berndsen

 

1948

Jóhannes G. Helgason

 

1949

Jón Egilsson

 

1950

Þorvaldur Ásgeirsson

 

1951

Þorvaldur Ásgeirsson

 

1952

Birgir Sigurðsson

 

1953

Ewald Berndsen

 

1954

Ólafur Á. Ólafsson

 

1955

Hermann Ingimarsson

 

1956

Ólafur Á. Ólafsson

 

1957

Sveinn Ársælsson

 

1958

Magnús Guðmundsson

 

1959

Sveinn Ársælsson

 

1960

Jóhann Eyjólfsson

 

1961

Gunnar Sólnes

 

1962

Óttar Yngvason

 

1963

Magnús Guðmundsson

 

1964

Magnús Guðmundsson

 

1965

Magnús Guðmundsson

 

1966

Magnús Guðmundsson

 

1967

Gunnar Sólnes

Guðfinna Sigurþórsdóttir

1968

Þorbjörn Kjærbo

Guðfinna Sigurþórsdóttir

1969

Þorbjörn Kjærbo

Elísabet Möller

1970

Þorbjörn Kjærbo

Jakobína Guðlaugsdóttir

1971

Björgvin Þorsteinsson

Guðfinna Sigurþórsdóttir

1972

Loftur Ólafsson

Jakobína Guðlaugsdóttir

1973

Björgvin Þorsteinsson

Jakobína Guðlaugsdóttir

1974

Björgvin Þorsteinsson

Jakobína Guðlaugsdóttir

1975

Björgvin Þorsteinsson

Kristín Pálsdóttir

1976

Björgvin Þorsteinsson

Kristín Pálsdóttir

1977

Björgvin Þorsteinsson

Jóhanna Ingólfsdóttir

1978

Hannes Eyvindsson

Jóhanna Ingólfsdóttir

1979

Hannes Eyvindsson

Jóhanna Ingólfsdóttir

1980

Hannes Eyvindsson

Sólveig Þorsteinsdóttir

1981

Ragnar Ólafsson

Sólveig Þorsteinsdóttir

1982

Sigurður Pétursson

Sólveig Þorsteinsdóttir

1983

Gylfi Kristinsson

Ásgerður Sverrisdóttir

1984

Sigurður Pétursson

Ásgerður Sverrisdóttir

1985

Sigurður Pétursson

Ragnhildur Sigurðardóttir

1986

Úlfar Jónsson

Steinunn Sæmundsdóttir

1987

Úlfar Jónsson

Þórdís Geirsdóttir

1988

Sigurður Sigurðsson

Steinunn Sæmundsdóttir

1989

Úlfar Jónsson

Karen Sævarsdóttir

1990

Úlfar Jónsson

Karen Sævarsdóttir

1991

Úlfar Jónsson

Karen Sævarsdóttir

1992

Úlfar Jónsson

Karen Sævarsdóttir

1993

Þorsteinn Hallgrímsson

Karen Sævarsdóttir

1994

Sigurpáll G. Sveinsson

Karen Sævarsdóttir

1995

Björgvin Sigurbergsson

Karen Sævarsdóttir

1996

Birgir Leifur Hafþórsson

Karen Sævarsdóttir

1997

Þórður E. Ólafsson

Ólöf M. Jónsdóttir

1998

Sigurpáll G. Sveinsson

Ragnhildur Sigurðardóttir

1999

Björgvin Sigurbergsson

Ólöf M. Jónsdóttir

2000

Björgvin Sigurbergsson

Kristín E. Erlendsdóttir

2001

Örn Æ. Hjartarson

Herborg Arnardóttir

2002

Sigurpáll G. Sveinsson

Ólöf M. Jónsdóttir

2003

Birgir Leifur Hafþórsson

Ragnhildur Sigurðardóttir

2004

Birgir Leifur Hafþórsson

Ólöf M. Jónsdóttir

2005

Heiðar Davíð Bragason

Ragnhildur Sigurðardóttir

2006

Sigmundur Einar Másson

Helena Árnadóttir

2007

Björgvin Sigurbergsson

Nína Björk Geirsdóttir

2008

Kristján Þór Einarsson

Helena Árnadóttir

2009

Ólafur Björn Loftsson

Valdís Þóra Jónsdóttir

2010

Birgir Leifur Hafþórsson

Tinna Jóhannsdóttir

2011

Axel Bóasson

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

2012

Haraldur Franklín Magnús

Valdís Þóra Jónsdóttir

2013

Birgir Leifur Hafþórsson

Sunna Víðisdóttir

2014

Birgir Leifur Hafþórsson

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

2015

Þórður Rafn Gissurarson

Signý Arnórsdóttir

2016

Birgir Leifur Hafþórsson

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

2017

Axel Bóasson

Valdís Þóra Jónsdóttir

2018

Axel Bóasson

Guðrún Brá Björgvinsdóttir

2019

Guðmundur Ágúst Kristjánsson

Guðrún Brá Björgvinsdóttir

2020

Bjarki Pétursson

Guðrún Brá Björgvinsdóttir

2021

Aron Snær Júlíusson

Hulda Clara Gestsdóttir

Það eru mörg handtök sem þarf til að stórt mót á borð við Íslandsmótið takist vel. Því er nauðsynlegt að eiga góða sjálfboðaliða að sem geta stigið inn í hin ýmsu verkefni. Dæmi um verkefni sjálfboðaliða eru móttaka skorkorta, eftirlit með rafrænni skorskráningu og fleira.

2023 Golfklúbburinn Oddur – Urriðavöllur

2024 Golfklúbbur xx – xxvöllur

2025 Golfklúbbur xx – xxvöllur

2026 Golfklúbbur xx – xxvöllur

Hlekkir á útsendingar frá Íslandsmótinu í golfi síðustu ár.

Hvaða skor dugir til sigurs?

Vestmannaeyjavöllur er par 70, 5.403 metrar af hvítum teigum og 4.839 metrar af bláum teigum. Vallarmetið, 63 högg eða -7, af hvítum teigum er 16 ára gamalt og það á Helgi Dan Steinsson. Sunna Víðisdóttir á vallarmetið af bláum teigum, 67 högg eða -3, og það setti hún árið 2012.

Þrátt fyrir að Vestmannaeyjavöllur sé ekki sá lengsti á landinu þá hafa keppendur á undanförnum Íslandsmótum sem fram hafa farið í Eyjum glímt við erfiðan keppnisvöll.

Íslandsmótið 2022 er það fimmta í röðinni í Vestmannaeyjum frá því að völlurinn var stækkaður í 18 holur. Birgir Leifur Hafþórsson hefur tvívegis fagnað sigri í Eyjum, í fyrra skiptið árið 1996 þegar hann lék á +3 samtals. Árið 2018 lék Axel á -12 samtals og er það besta skorið á Íslandsmóti í Eyjum eftir að völlurinn varð 18 holur.

Árið 2008 voru þrír keppendur jafnir á +4 í karlaflokki eftir 72 holur og úrslitin réðust í umspili. Guðrún Brá Björgvinsdóttir á besta skorið í kvennaflokki á Íslandsmóti í Eyjum. Hún lék á +8 samtals árið 2018.

1996

Karlar, þrír efstu:
Birgir Leifur Hafþórsson, GL (69-64-73-77) 283 högg (+3)
Þorsteinn Hallgrímsson, GV (70-74-74-72) 290 (+10)
Björgvin Þorsteinsson, GA (71-70-76-75) 292 högg (+12)
Kristinn Gústaf Bjarnason, GL (74-71-75-72) 292 högg (+12)

Konur, þrjár efstu:
Karen Sævarsdóttir, GS (75-80-73-77) 305 högg (+25)
Herborg Arnarsdóttir, GR (81-83-80-76) 320 högg (+30)
Ólöf María Jónsdóttir, GK (80-80-79-83) 322 (+32)

2003
Karlar, þrír efstu:
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (67-65-71-73) 276 högg (-4)
Sigurpáll Geir Sveinsson, GA (68-68-70-75) 281 högg (+1)
Örn Ævar Hjartarson, GS (69-72-69-72) 282 högg (+2)

Konur, þrjár efstu:
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (78-74-68-75) 295 högg (+15)
Ólöf María Jónsdóttir, GK (77 -71-78-82) 308 högg (+28)
Þórdís Geirsdóttir, GK (77-77-79-81) 314 högg (+34)

2008
Karlar, þrír efstu:
Kristján Þór Einarsson, GM (70-72-73-69) 284 högg (+4)
Heiðar Davíð Bragason, GR (69-67-68-80) 284 högg (+4)
Björgvin Sigurbergsson, GK (66-74-69-75) 284 högg (+4)

Konur, þrjár efstu:
Helena Árnadóttir, GR (82-72-77-77) 308 högg (+28)
Nína Björk Geirsdóttir, GM (79-75-76-78) 308 högg (+28)
Tinna Jóhannsdóttir, GK (77-77-79-78) 311 högg (+31)

2018
Karlar, þrír efstu:
Axel Bóasson, GK (65-67-70-66) 268 högg (-12)
Björn Óskar Guðjónsson, GM (66-69-68-67) 270 högg (-10)
Haraldur Franklín Magnús, GR (72-62-71-66) 271 högg (-9)

Konur, þrjár efstu:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-75-72-71) 288 högg (+8)
Saga Traustadóttir, GR (72-76-79-72) 299 högg (+19)
Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-73-75-83) 304 högg (+24)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ